Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]

Saga af streng (myndband)

Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að […]

Tveir rafstrengir og vatnsleiðsla árið 2025?

„Við Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi, höfundar skýrslunnar ákváðum strax að fylgja ábendingum eftir þannig að við afhendingu lægju fyrir ákvarðanir stofnana sem um málin fjalla. Það hefur að stórum hluta tekist,“ sagði Árni Sigfússon formaður starfshóps um eflingu samfélagsins í Vestmannaeyjum sem skilaði af sér mánudaginn 9. október sl.  „Samtal okkar við […]

Hlaðvarp um viðgerðina á Vestmannaeyjastreng

Landsnet heldur úti áhugaverður hlaðvarpi þar sem markmiðið er að fjalla um allt á milli himins og jarðar sem viðkemur flutningskerfinu og um þau mál sem eru í brennidepli í orkugeiranum hverju sinni. Í nýjum þætti í Landsnetshlaðvarpinu er sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum. Um þáttinn segir í lýsingu. “Þann 30. janúar 2023 kom upp […]

Forval vegna útboðs á nýjum streng opnað í september

Viðgerð Landsnets á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) til Vestmannaeyja lauk í byrjun ágúst, eftir að bilun kom upp í strengnum í janúar á þessu ári. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við Eyjafréttir viðgerðina hafa gengið vel. Fram hefur komið að Landsnet vinnur áfram að undirbúningi að lagningu nýrra sæstrengja til Vestmannaeyja til þess að […]

Sparaði hálfan milljarð í olíukaup

Eins og kunnugt er bilaði Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) í vetur. Þá voru góð ráð dýr, enda í vændum mesti álagstíminn með loðnuvertíð. Ljóst var að brenna þyrfti verulegu magni af díselolíu til þess að anna álaginu í Eyjum, segir í færslu á Facebook-síðu Landsnets sem kom Vestmannaeyjastreng 3 aftur í rekstur í síðustu viku. Þá […]

Vestmannaeyjastrengur 3 kominn í rekstur

“Þau ánægulegu tíðindi bárust áðan frá stjórnstöð að Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) sé kominn í rekstur,” þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Margir hafa komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti síðan upp kom bilun í strengnum í lok janúar við að koma strengnum í lag aftur. Viðgerðaskipið Henry P Lading hefur verið í […]

Stefnt á að taka strenginn í notkun eftir viku

Viðgerðir á Vestmannaeyjastreng 3 hafa dregist á langinn bæði vegna vonskuveðurs sem og bilana um borð í viðgerðarprammanum Henry P Lading. Þörf er á góðum og nægilega löngum veðurglugga til að öruggt sé að hefja aðgerðina við að tengja saman strengina. Viðgerðaskipið bíður því átekta og er vel fylgst með veðurspám. „Eins og staðan er […]

Nýr strengur flytur rafmagn í byrjun næstu viku

Fram kemur á Facebook-síðu Landsnets að viðgerðarskipið Henry P Lading var í Vestmannaeyjahöfn í gær að undirbúa sig fyrir síðasta fasann í viðgerðinni. Ef allt gengur eftir mun Vestmannaeyjastrengur 3 flytja rafmagn til Eyja í byrjun næstu viku. Klippt var á gamla strenginn um helgina og hann í kjölfarið mældur í bak og fyrir og […]

Líkur á rafmagnstruflunum á morgun

Í tilkynningu frá Landsneti og HS Veitum er varað við mögulegum rafmagnstruflunum á milli klukkan 10:00 og 15:00 á morgun, sunnudaginn 16. júlí. „Undanfarna viku hefur undirbúningur fyrir viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 staðið yfir á sjó og á Landeyjasandi. Á morgun verður vinna í gangi í Vestmannaeyjum sem mögulega gæti leitt til rafmagnstruflana. Næstu daga […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.