Safnahelgi – Mál, menning og handbolti

Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur. Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári […]
Þriðji dagur í Safnahelgi – laugardagur.

Safnahelgi í Vestmannaeyjum er nú komin inn á helgina og verður hér rakið það helsta sem í boði er á fyrri deginum, laugardegi. Dagurinn hefst í Gestastofu Sealife Trust að Ægisgötu 2. Þar rúllar á tjaldi allan daginn, kl. 10:00-16:00 ljósmyndasýning Tesni Ward og UK Press Association. Sýningin fjallar um hið einstaka og langa ferðalag […]
Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]
Sjáum okkur ekki fært að spila handboltaleik á morgun

Yfirlýsing frá Leikfélag Vestmannaeyja Það er útbreiddur misskilningur að Leikfélag Vestmannaeyja ætli sér að spila handboltaleik á morgun. Við sjáum okkur því miður ekki fært að senda lið þar sem við stöndum í ströngum æfingum á grínsöngleiknum SPAMALOT. Í okkar stað mun meistaraflokkur ÍBV í handbolta spila til úrslita gegn Stjörnunni frá Garðabæ í Laugardalshöll […]
Þau lögðu allt í þetta…og það sást!

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Blúndur og blásýra eftir Joseph Otto Kesselring Leikstjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi nú um helgina hinn vinsæla farsa Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring. Verkið fjallar um systurnar Mörtu og Abbý Brewster, eldri piparjúnkur sem virðast sannfærðar um að það sé þeirra trúarlega skylda að hjálpa einstæðum, einmanna eldri mönnum […]
,,Þú átt eftir að stinga í samband”

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Glanni glæpur í Latabæ Höfundar: Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson Það er ótrúlegt til þess að hugsa að liðin séu heil tuttugu og þrjú ár síðan sagan af Latabæ kom fyrst út. Sagan, sem skrifuð var af Magnúsi Scheving, átti að höfða til barna og hvetja þau bæði […]