Sumarlokun leikskóla 2022

Umræður um sumarlokun og sumarleyfi leikskólanna sumarið 2022 fóru fram á fundi fræðsluráðs í gær. Undanfarin tvö sumur hafa leikskólar verið lokaðir í þrjár vikur og þá hafa foreldrar/forráðamenn valið tvær vikur til viðbótar þannig að sumarleyfi barns væri fimm vikur. Sumarið 2020 var sumarlokunin 6.-24. júlí og sumarið 2021 12.-29. júlí. Umræður voru um […]

Staðan á biðlista leikskólanna

Fræðslufulltrúi fór á fundi fræðsluráðs í gær yfir stöðu á biðlista leikskólanna og áætlun um inntöku næstu mánuði. Eftir því sem fram kom eru 11 börn, fædd 2020, á biðlista og 12 börn fædd 2021. Að auki eru eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Ráðið þakkaði yfirferðina og mun taka málið upp aftur […]

Flestir velja sumarfrí í ágúst

Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna hafa valið tvær sumarleyfisvikur fyrir börn sín til viðbótar við sumarlokun sem verður 12.-30. júlí. Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, fór yfir hvernig val foreldra á sumarleyfisvikum dreifist í kringum sumarlokunina. Foreldrar gátu valið sumarleyfisvikur með rafrænum hætti og bárust skráningar fyrir […]

Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla

Könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla og frístundar var til umræðu á fundi fræðsluráð í síðustu viku. Formaður fræðsluráðs fór yfir helstu niðurstöður könnunar ASÍ á gjaldskrá leikskóla, skóladagvistunar og skólamáltíðum hjá sveitarfélögum. Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla og skóladagvistunar hjá Vestmannaeyjabæ milli áranna 2020-2021. Fræðsluráð fagnaði niðurstöðum könnunarinnar. Stefna bæjaryfirvalda er að bjóða upp […]

Öll 12 mánaða börn geta fengið vistun, 21 á biðlista

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs á miðvikudag. Fræðslufulltrúi fór yfir stöðu leikskóla- og daggæslumála. 21 barn er á biðlista eftir leikskólaplássi. Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri geta fengið vistun á leikskóla eins og staðan er í dag en það er þó bundið við Kirkjugerði þar sem fullt er […]

Samræmd dagatöl skóla og frístundavers

Skóladagatal var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 7. máli frá 337. fundi fræðsluráðs þann 25. nóvember 2020 og 1. máli frá 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember 2020. Starfshópur sem fræðsluráð skipaði á 338. fundi fræðsluráðs þann 16. desember til að vinna tillögu að fyrirkomulagi sumarlokunar og sumarleyfis […]

Starfshópur skipaður um sumarlokun

Fræðsluráð fundaði í síustu viku þar kom fram að ráðið hefur vegið og metið niðurstöður úr ánægjukönnun sem gerð var meðal foreldra og starfsmanna og þá punkta sem komu frá stjórnendum leikskólanna eftir frekara samtal við starfsmenn. Ljóst þykir að skoða þarf málið frekar og því verður stofnaður starfshópur sem skipaður er tveimur fulltrúum fræðsluráðs, […]

Leikskólarnir lokaðir milli jóla og nýárs

“Það hefur mikið mætt á starfsfólki leikskólanna á árinu sem er nú senn að baki. Takmarkanir vegna COVID-19 hafa sett svip á allt starf og skipulag innan leikskólanna með verulega auknu álagi á starfsfólkið og nemendur,” segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar frá fræðslufulltrúa. „Leikskólarnir í Eyjum hafa á að skipa frábæru starfsfólki sem sýnt […]

Skólahald frá og með 3. nóvember

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna hertra sótt­varnaaðgerða sem tek­ur gildi 3. nóv­em­ber hef­ur verið birt. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur skipulagt starfið í samræmi við nýju reglurnar og verður skólahald næstu tvær vikur með eftirfarandi hætti: Skólahald er með nokkuð eðlilegum hætti í leikskólum og á yngsta stigi. Það er því miður  einhver skerðing […]

Ný reglugerð um skólastarf tekur gildi 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi hefur verið gefin út og tekur gildi þriðjudaginn 3. nóvember nk. Reglugerðin gildir um allt skólastarf á landinu, en nær einnig til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Víðtækt samráð var haft við skólasamfélagið við undirbúning reglugerðarinnar, meðal annars við fulltrúa allra skólastiga, Kennarasambands Íslands, […]