Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark

Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár. Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af […]

184 þúsund tonna aukning

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 459 800 tonn, en það er 184 100 tonna aukning frá síðustu ráðgjöf. Aukning þessi byggir á mælingum úti fyrir Húnaflóa uppúr miðjum febrúar. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að loðnan sem þar mældist muni líklegast hrygna á þeim slóðum. Út frá varúðarsjónarmiðum hvetur stofnunin […]

Hækkun loðnuráðgjafar væntanleg á næstu dögum

Yfirferð rannsóknarskipa í mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar síðastliðnum norðvestan við landið var takmörkuð vegna hafíss á svæðinu. Við kynningu á breyttri veiðráðgjöf í kjölfar þess leiðangurs, boðaði Hafrannsóknastofnunin að farið yrði til mælinga á því svæði seinna með það fyrir augum að kanna betur norðvesturmið með tilliti til þess hvort ómældur stofnhluti hafi […]

Fróðlegt viðtal við Birki Agnarsson í nýjasta þætti Loðnufrétta

Í byrjun þessa mánaðar fór í loftið hlaðvarpið Loðnufréttir í umsjá Ingva Þórs Georgssonar ritstjóra Loðnufrétta.is. Viðmælandi í nýjasta þættinum er Birkir Agnarsson, rekstrarstjóri Ísfell í Vestmannaeyjum þar sem fjallað er um aðkomu Ísfell og þeirra þjónustu í kringum vertíðina. Birkir er með um 40 ára starfsreynslu við veiðarfæragerð. Spurður um minnistæðustu vertíðina þá segir […]

Ísleifur VE með fyrstu loðnuna til Vinnslustöðvarinnar

„Við erum með 380 tonn af góðri loðnu sem fékkst austur af Ingólfshöfða. Hrognafyllingin er 14,5% og allt lítur þetta ljómandi vel út. Vonandi verður tíðarfarið á vertíðinni samt hagstæðara en í fyrra,“ sagði Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi VE, seint í gærkvöld. Skipið var þá á leið til Eyja með fyrstu loðnuna sem uppsjávarhús […]

„Hrognin eru að koma, gerið kerin klár“

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru markaðsráðandi á heimsvísu í framleiðslu loðnuhrogna. Ætla má að 80–100% heimsframleiðslunnar á hverju ári sé í sjávarþorpum Íslands. Loðnuhrogn eru nýtt á margvíslegan hátt en yfirleitt eru þau hrá við neyslu. Hreinlæti og ferskleiki skipta því afar miklu máli við framleiðsluna. En erfiðast af öllu er að hrognavertíðin stendur einungis í 10–20 […]

Ný loðnuveiðiráðgjöf hækkar um 57.300 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2022/23 verði ekki meiri en 275 705 tonn, sem þýðir 57 300 tonna hækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 4. október 2022. Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 […]

Hlaðvarpið Loðnufréttir í loftið

Í vikunni fór í loftið hlaðvarpið Loðnufréttir í umsjá Ingva Þórs Georgssonar ritstjóra Loðnufrétta.is “Í ljósi þess að vertíðin í ár verður mun skemmri en í fyrra sökum úthlutunar var ákveðið að bregða á það ráð að “hita aðeins upp” í staðinn og búa til 5-6 þætti fyrir þau allra hörðustu en hugmyndin er að […]

Töluvert sést af loðnu

Á mánudaginn héldu rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson af stað í loðnumælingarleiðangur. Þrjú loðnuskip taka einnig þátt í mælingunum, Jóna Eðvalds SF og Ásgrímur Halldórsson SF frá Skinney-Þinganes og Heimaey VE frá Ísfélagi Vestmannaeyja. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir leiðangurinn ganga vel. Töluvert hafi sést af loðnu, bæði […]

Heimaey í loðnuleit

Í gær héldu alls fimm skip út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Til viðbótar við rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson, verða það loðnuskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði. Útgerðir uppsjávarveiðiskipa standa sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna. Vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi. Gert er […]