Loðnukönnun í samstarfi við útgerðir

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt úr Hafnarfjarðarhöfn í gær til loðnukönnunar. Könnunin er í samstarfi við útgerðir uppsjávarveiðiskipa sem greiða fyrir þann aukakostnað Hafrannsóknastofnunar sem af henni hlýst. Markmiðið er að safna upplýsingum um göngur og dreifingu loðnustofnsins austan og norðan við land. Slíkar upplýsingar hjálpa til að ákveða, hvenær það sé líklegast til árangurs að fara […]

Afla­hlut­deild sameinaðs félags yfir lögbundnu hámarki

Verði samruni Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. samþykkt­ur verður hið nýja sam­einaða fé­lag með lang­mestu heim­ild­irn­ar í loðnu, alls 20,64%, sem er um­fram lög­bundið 20% há­mark. Miðað við 131.826 tonna út­hlut­un á yf­ir­stand­andi vertíð er um að ræða veiðiheim­ild­ir fyr­ir 843 tonn af loðnu. Þetta má lesa úr nýj­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu um sam­an­lagða afla­hlut­deild […]

Farin í 10 daga loðnuleit

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga eftir hádegi mánudaginn 5. desember. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 daga. Veiðiskip munu jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýtir fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af […]

Útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða

Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti loðnuafurða komið í tæpa 46 milljarða króna. Það er hátt í tvöföldun frá sama tímabili í fyrra. Loðna hefur þar með skilað næstmestu útflutningsverðmæti á eftir þorski af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Radarinn.is tók saman skemmtilega greiningu á sérstöðu loðnunnar þegar kemur að verðmætasköpun. […]

Hámarksafli íslenskra skipa 139.205 tonn

Hámarksafli íslenskra skipa á loðnuvertíðinni framundan er 139.205 tonn, en þar af eru 7.378 dregin frá til atvinnu- og byggðaráðstafana, þannig að úthlutun ársins er 131.827 tonn. Þetta kemur fram í reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa sem matvælaráðuneytið birti í lok október. Sem fyrr er úthlutunin byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem lagði til að loðnuafli ársins verði ekki meiri […]

Veiðráðgjöf loðnu lækkar

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að loðnuafli veturinn 2022/2023 verði ekki meiri en 218.400 tonn. Ráðgjöfin kemur í stað upphafsráðgjafar upp á 400 000 tonn sem byggði á magni ókynþroska loðnu í haustmælingum 2021. Ráðgjöfin verður endurskoðuð að loknum mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofnsins í janúar/febrúar eins og aflaregla strandríkja fyrir stofninn gerir ráð fyrir. Hlekkur á ráðgjöf. […]

Vinnslustöðvarloðna í japönskum sjónvarpsfréttum

Ferska loðnan, sem Vinnslustöðin flutti flugleiðis til Japans í kynningarskyni, komst alla leið í aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvarinnar ANN í gær. Hér er fréttin eins og hún birtist Japönum. Fremstur í flokki við kynningu á gólfi risaverslunar í Tókýó var Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan (og Eyjapeyi). Hann hafði með sér Kitayama, sölustjóra VSV í […]

Eyjapeyi í sendiherrastóli kynnir VSV-loðnu í Tókýó

Stefán Haukur Jóhannesson stóð á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum fyrir áratugum, fylgdist með drekkhlöðnum bátum koma til hafnar til að landa fiski sem varla nokkrum Íslendingi dettur í hug að leggja sér til munns en margmilljónaþjóð langt í austri bíður yfirspennt eftir að fá á disk. Um miðjan febrúar 2022 stóð fyrrverandi strákpjakkur í Eyjum, nú […]

Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869.600 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869 600 tonn, sem þýðir 34 600 tonna lækkun ráðgjafar frá þeirri sem gefin var út 1. október 2021. Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til […]

Loðnukvóti VSV & Hugins minnkar um 9.000 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til að heildarkvóti kvóti verði minnkaður um 100.000 tonn. Það þýðir að samanlagður kvóti Vinnslustöðvarinnar og Hugins minnkar um 9.000 tonn. Út af standa því um 36.000 tonn af heimiluðum kvóta fyrirtækjanna. Vinnslustöðin hefur hætt loðnuveiðum í bili. Gert er ráð fyrir frekari mælingum á loðnu í næstu viku og beðið er tíðinda […]