Kristján Þór staðfestir loðnuráðgjöf

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021.  Er það aukning um […]

Leggja til 54 þúsund tonna loðnukvóta

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði rúm 54 þúsund tonn. Ráðgjöfin byggir á meðaltali tveggja mælinga á stærð hrygningarstofns loðnu. Annarsvegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hinsvegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals […]

Hrein viðbót eða áður mæld loðna?

Yf­ir­ferð þriggja skipa og mæl­ing­um á loðnu á svæði úti fyr­ir Aust­fjörðum lýk­ur vænt­an­lega í dag, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, sviðsstjóra hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í samtali við mbl.is í dag. Ráðgert er að halda áfram mæl­ing­um norður fyr­ir Langa­nes eft­ir því sem aðstæður leyfa, en út­lit er fyr­ir erfiðara veður á morg­un. Reynt verður að […]

Loðnuleit haldið áfram

Nú um helgina var haldið aftur til mælinga á stærð loðnustofnsins á uppsjávarveiðskipunum Ásgrími Halldórssyni SF og Polar Amaroq. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknastofnunnar Líkt og í fyrri mælingum eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar í hvoru skipi. Bjarni Ólafsson AK er jafnframt með í verkefninu með það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að […]

Frétt­ir af loðnu á stóru svæði eystra

Þrjú skip voru send frá Aust­fjörðum síðdeg­is í gær á Seyðis­fjarðardýpi til að leita loðnu eft­ir að þær frétt­ir bár­ust frá tog­ur­um að þar væri tals­vert af loðnu á ferðinni. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is Haf­rann­sókna­stofn­un bað áhöfn Vík­ings, sem var þá á leið til lönd­un­ar á Vopnafirði, að fara yfir svæðið […]

Loðnan finnst, hún er þarna

Veru­leg von­brigði eru meðal loðnu­út­gerða yfir að ekki hafi fund­ist næg loðna til að Haf­rann­sókna­stofn­un sjái ástæðu til að auka út­gefna ráðgjöf fyr­ir loðnu í kjöl­far loðnu­leiðang­urs fimm skipa sem lauk á mánu­dag. Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar stend­ur því óbreytt í 22 þúsund tonn­um og bend­ir allt til þess að afla­mark í loðnu verði veitt er­lend­um skip­um […]

Talsverður samdráttur í útflutningi

20200409 114314

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 247 milljörðum króna á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS. Það er rétt rúmlega 1% aukning frá sama tímabili árið 2019 í krónum talið. Áhrifin af gengisveikingu krónunnar á síðasta ári eru töluverð og mælist tæplega 9% samdráttur á milli ára sé tekið tillit til […]

Óbreytt loðnuráðgjöf

Loðnuleiðangri 5 skipa lauk nú um helgina. Hafís náði yfir stóran hluta rannsóknasvæðis og sýnt þykir að mun minna magn mældist af loðnu en í desember síðastliðinn. Verið er að vinna úr gögnum og stofnmat liggur ekki fyrir en engu að síður er orðið ljóst að ekki verði breyting á ráðgjöf sem byggði á mælingu […]

Loðnumælingu lokið

Lokið er leiðangri fimm skipa með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Skipin hafa haldið til heimahafna. Loðna fannst með landgrunnskantinum norðan Íslands allt austur að Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á grunnum né með kantinum austan lands. Að megninu til fékkst hrygningarloðna í togsýnum. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyrir í vikunni. Hafís […]

Loðnuleit heldur áfram

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess í gær fóru bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar ásamt þremur uppsjávarskipum til mælinga á loðnustofninum.  Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun hefja mælingar út af Vestfjörðum en rs. Bjarni Sæmundsson mun leita og mæla á grunnslóð út af Norðurlandi. […]