Deila áhyggjum um hnífaburð ungmenna
Aukin harka hefur færst í hópamyndanir ungmenna á Selfossi og eru ungmenni á elsta stigi í grunnskóla farin að ganga með vopn í auknum mæli. Frá þessu greinir Sunnlenska.is. Í samtali við miðilinn segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, lögregluna líta aukinn vopnaburð ungmenna mjög alvarlegum augum og að það liggi fyrir að með ört […]
Hvasst með snjókomu og skafrenningi eftir hádegi
Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er í gildi gul viðvörun hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt viðvörun mun vera all hvasst veður með snjókomu og skafrenningi sem spáð er að byrji um klukkan 12:00 og standi til klukkan 17:30. Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur íbúa til að ganga frá öllu lauslegu og fara varlega í umferðinni, sérstaklega ef […]
Lögreglan óskar eftir vitnum
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir vitnum af árekstri á bifreiðarstæði norðan megin við HSU þann 22. september 2023 frá klukkan 15:30 til 23:30 eða þann 23. september frá klukkan 8:00 til 15:50, þar sem ekið var á kyrrstæða og mannlausa bifreið.Vitni eru beðin um að hafa samband í síma 444-2090 á milli 09:00 og 15:00 […]
Óska eftir vitnum af árekstri
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir vitnum af árekstri á bifreiðarstæði sunnan megin við HSU í gær, 11.09.2023, á milli 08:30 og 16:00, þar sem ekið var á kyrrstæða og mannlausa bifreið. Vitni eru beðin um að hafa samband í síma 444-2090 á milli 09:00 og 15:00 á virkum dögum eða senda tölvupóst á vestmannaeyjar@logreglan.is. (meira…)
Kajakferð til Surtseyjar gæti haft eftirmála
Formleg kæra frá Umhverfisstofnun er nú komin á borð lögreglunnar vegna ferðar Ágústs Halldórssonar á kajak til friðlýstu eyjunnar Surtsey. Lögreglan mun byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins, að því er fram kemur í frétt á mbl.is. Surtsey sem myndaðist fyrir að verða sextíu árum síðan hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og […]
Mögulega metfjöldi að mati lögreglu
Í gærkvöldi safnaðist mikill fjöldi Þjóðhátíðargesta saman í brekkusöngnum í einmuna blíðu. Lögregla telur jafnvel að aldrei hafi verið fleiri þar saman komnir en nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu. Er leið á nóttina voru tilkynntar þrjár minniháttar líkamsárásir […]
Missti tennur á rafmagnshlaupahjóli
Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli frá fyrirtækinu Hopp slasaðist á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á fréttavef mbl.is sem átti í samtali við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar missti sá slasaði nokkrar tennur. Karl Gauti segir lögregluna eiga í góðu samstarfi við Hopp og að fyrirtækið sjái til þess að hjólin hægi á […]
Flest verkefni á borði lögreglu tengd ölvun
Mikil rigning setti svip sinn á dagskrá Þjóðhátíðar í gærkvöldi og nótt. Færra fólk var í brekkunni en á föstudagskvöldinu, en flestir voru þó vel búnir. Lögregla hafði í nógu að snúast og voru flest verkefni tengd ölvun. Fangageymslur voru fullar á tímabili, en gestum lögreglu fer fækkandi með morgninum, að því er fram kemur […]
Handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Flest voru verkefnin tengd ölvun og gistu fimm fangageymslur. 15 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt og er einn aðili grunaður um sölu. Þá var einn aðili handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en hann var látinn […]
Breytingar á umferðarskipulagi yfir Þjóðhátíð
Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 4. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 7. ágúst nk.: – Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. – Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og […]