Orkumótið hefst á morgun

Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra. Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum. „Við viljum […]
TM mótið 2023 komið á fullt skrið

Stelpurnar hófu leik í gær stundvíslega kl. 08:20 veðrið leikur við mótsgesti og spáin áfram góð. Verið er að prófa nýtt kerfi með úrslitaskráningu, dómarar skrá jafnóðum í síma sinn mörkin og er því hægt að fylgjast með stöðu leikja í rauntíma. Þó þarf að endurrræsa síðuna til að staða uppfærist. Úrslit má sjá undir […]
Stefán Jónsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Stefán Jónsson sem yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum frá 1. júní nk. Stefán gegnir nú stöðu aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Stefán tekur við af Jóhannesi Ólafssyni sem lætur af störfum frá sama tíma vegna aldurs. Jóhannes hóf störf í lögreglunni 12. október […]
Gefandi fyrir okkur að koma að góðum verkefnum fyrir samfélagið

Hjálmadagur Kiwanis fór fram í vikunni en um er að ræða landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. “Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og […]
Byrja að sekta fyrir nagladekk

Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að byrjað verði að sekta fyrir notkun nagladekkja í þessari viku. Því er um að gera að skipta yfir á naglalaus dekk hafi það ekki þegar verið gert. (meira…)
Ekki allir sáttir við ráðningu nýs lögreglustjóra

„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni. Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar […]
Karl Gauti Hjaltason skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. Karl Gauti lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og hlaut réttindi héraðsdómslögmanns árið 1996. Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetum á árunum 1989 til 1992 og fulltrúi og síðar staðgengill hjá embætti sýslumannsins á Selfossi […]
Stungið á hjólbarða – lögreglan óskar eftir vitnum
Lögreglan óskar eftir vitnum að eignaspjöllum sem áttu sér stað við Kleifarhraun 1 en þar var stungið á þrjá hjólbarða bifreiðar sem þar var lagt. Talið er að skemmdirnar hafi verið unnar að kvöldi 10. febrúar sl. eða aðfaranótt 11. febrúar sl. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver eða hverjir voru þarna að verki […]
Vonskuveður í fyrramálið
Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur […]
Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl nk. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Jafnframt því hefur hann gegnt starfi sínu sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum hefur nú verið auglýst og er umsóknarfrestur til 4. febrúar. Skipað verður í þá stöðu […]