„Ég sem bæjarstjóri mun auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa hér í Eyjum hverju sinni. Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um ráðningu Karls Gauta Hjaltasonar í stöðu lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á fésbókasíðu sinni.
Njáll Ragnarsson, oddviti Framsóknar í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs tekur í svipaðan streng og segir: „Staðan: Ef ske kynni vera að kynferðisbrot verði framið á þjóðhátíð verður það einn af klausturskóngunum sem mun hafa umsjón með rannsókn málsins
Það hefði svei mér verið nær að leggja þetta embætti bara niður.“
Margir eru þeim sammála en aðrir óska Karli Gauta, sem var sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum frá 1998 til 2014 til hamingju og velkominn til starfa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst