Leggja til að stöðva lundaveiðar

Í nýútkominni skýrslu Náttúrustofu Suðurlands um stofnvöktun lunda kemur fram að árlegur stofnvöxtur íslenska lundastofnsins á landsvísu er undir stofnvistfræðilegum sjálfbærnimörkum og hefur líklega verið það að mestu leyti allt frá árinu 1995. Í skýrslunni er lagt til að stöðva veiðar þar til stofnvöxtur verður nægjanlegur fyrir náttúruleg afföll og hóflega veiði. Hófleg veiði telur […]

Nú er hægt að “ættleiða” lunda í Sealife

Á facebook síðu Sealife kemur fram að nú í fyrsta sinn sé hægt að “ættleiða” eða með öðrum orðum styðja við lunda sem fundið hafa varanlegt heimili hjá Sealife. Fram kemur að lundarnir séu í þeirra umsjá vegna þess að þeir myndu annars ekki lifa af í náttúrunni. Allir hafa þeir fengið nöfn og hafa […]

Fimmtán daga lundaveiði heimiluð

Lundi

Meðal erinda á dagskrá fundar umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja í vikunni voru lundaveiði. Ráðið hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 1. til 15. ágúst 2023. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið að viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að […]

Lundaveiðitímabilið lengist

Lundi

Á vef Rúv.is í dag kemur fram að lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum verði lengt um viku og verður því í ár tvær vikur í stað einnar áður. Þetta segir Erpur Snær Hansen í viðtali við Rúv.is og segir að stofninn hafi verið að braggast og því hafi verið lagt til að tímabilið yrði lengt og hvatt […]

Funda með hlutaðeigandi aðilum um lundaveiðar í Stórhöfða

Áskorun um friðun Stórhöfða var til umræðu í bæjarráði í dymbilvikunni. Í erindi dagsett 6. apríl sl., skora Ferðamálasamtök Vestmannaeyja á bæjarráð að friða Stórhöfða eða banna alfarið lundaveiðar í höfðanum. Í áskorun samtakanna segir meðal annars “Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega […]

Afleiðingar gætu orðið svaðalegar

Ein­staka lundi er far­inn að sjást í Vest­manna­eyj­um en að sögn Erps Snæs Han­sen, for­stöðumanns Nátt­úru­stofu Suður­lands í Vest­manna­eyj­um, er þó ekki enn hægt að tala um að lund­inn hafi sest upp í Eyj­um. Fjallað er um málið í Morg­un­blaðinu í dag. „Hann er ekki far­inn að sýna sig í neinu magni ennþá. Þegar talað er […]

Skora á bæjarráð að banna lundaveiði í Stórhöfða

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja skora á bæjarráð að friða Stórhöfða eða alfarið banna lundaveiðar þar. Þangað beinum við þeim tugþúsundum ferðamanna sem koma til Eyja til þess að sjá lundann í sínu náttúrulega umhverfi enda búið að byggja þar lundaskoðunarhús sem almenningur hefur aðgang að. Í Stórhöfða er fylgst með varpi, við sjáum lundapysjurnar vaxa og þar […]

Í vanda þegar vorblóma seinkar

Seinkun þörungablómans í hafinu hefur afleiðingar fyrir sandsílastofninn og þar með áhrif á stofnstærð lundans og fleiri sjófugla. Rætt við Erp Snæ Hansen um samhengið í lífríki hafsins á vef fiskifrétta. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hefur í rannsóknum sínum um árabil haft augun á lunda og sandsíli. Síðastliðið vor kom út grein þar […]

Lundaveiðitímabilið 2022 – Áskorun til bæjaryfirvalda

Lundi

Nú styttist í að lundinn fari að láta sjá sig í Vestmannaeyjum.  Reglan er að hann sest upp um miðjan apríl.  Í fyrra kom mikið magn af lunda til Vestmannaeyja, svo mikið að sumir töluðu um að varla hefði sést annað eins.  Um mitt sumar hvarf lundinn í nokkurn tíma en kom svo aftur í […]

Pysjuveiðar á Instagram (myndir)

Lundapysja

Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.