Saga af streng (myndband)

Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að […]

Æfir breikdans á Vigtartorgi (myndband)

Vegfarendur um Vigtartorg seinnipartinn í gær ráku upp stór augu þar sem ungur maður æfði breikdans. Þar var á ferðinni Moritz Schmid sem er búsettur í Vestmannaeyjum um þessar mundir til þess að vinna á Slippnum. Hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta að hann hafi æft breikdans í rúm fjögur ár og Vigtartorgið væri […]

Myndband þegar brennan hrundi

Brenna var tendruð á Fjósakletti á miðnætti eins og löng hefð er fyrir. Fyrst er getið um brennu á Fjóskakletti árið 1929, en varðeldar í Herjólfsdal höfðu tíðkast á Þjóðhátíðum í smærri stíl frá árinu 1908. Brennan er einn af hápunktum Þjóðhátíðar og vinsælt myndefni í gegnum tíðina. Það er vel þekkt að brennan hrynur […]

Rúmlega þrjár milljónir hafa séð Þrídranga

Mosfellska hljómsveitin Kaleo hefur verið að gera það gott síðustu ár. Árið 2021 gáfu þeir félagar út myndband við lagið sitt Break My Baby. Myndbandið við lagið er ekki beint tekið upp í alfaraleið en tökustaðurinn er þyrlupallurinn í Þrídröngum. Þegar þetta er ritað hafa tæplega 3,4 milljónir séð myndbandið. Þrídrangar eru í raun fjórir […]

Álfareiðin með Molda

“Á þrettándanum 6. janúar n.k. halda menn uppá Molda” Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur sameinast og kveðja hátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Í tilefni þess dúndruðum strákarnir í Molda í eitt stykki tónlistarmyndband við nýju ábreiðuna af laginu Álfareiðin. Myndefni frá þrettándagleðinni í Eyjum er úr heimildarmyndinni Þrettándinn eftir Sighvat Jónsson, […]

Jarðsungu Svala

Nokkrar stelpur í 4. bekk GRV tóku sig til og útbjuggu skemmtilegt myndband og sendu inn í Krakkaskaup RÚV ekki rataði atriðið í sjónvarpið en er skemmtilegt engu að síður og má sjá hér að neðan. Með stelpunum í myndbandinu er sr. Guðmundur Örn Jónsson, en sjón er sögu ríkari. Ef einhver lumar á skemmtilegu […]

Skansinn fyrir gos (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilegt myndbrot af Skansinum fyrir gos sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgunn. Vikumyndin er samstarfsverkefni við Ljósmyndasafn Vestmannaeyjar.   (meira…)

Hlébarðar í Vestmannaeyjum (myndband)

Glöggir eyjaskeggjar urðu eflaust hissa þegar þeir sáu tvær ungar konur vafra um eyjuna i hlébarðabúningum um þetta leyti á síðasta ári. Hljómsveitin Ultraflex var hér a ferðinni við upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið þeirra Papaya. “Þetta var í fyrsta skipti sem við komum til Eyja og þegar við sáum sólina skína á klettana úr […]

Hvölunum sleppt í Klettsvík (myndband)

Sea Life Trust sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kemur að hvölunum Litlu Grá og Litlu Hvít hafi verið sleppt lausum í Klettsvík. Þar kemur einnig fram að aðlögun hvalanna hafi gengið vel undir ströngu eftirliti. Meðfylgjandi myndband er tekið þegar hvalirnir fóru sinn fyrsta sundsprett í nýjum heimkynnum. (meira…)

Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]