Fötin hjá heimilisfólkinu stundum í hættu

Matthilda Tórshamar verður með sýningu á saumuðum myndum á bæjarhátíðinni Menningardögum í Fuglafirði í Færeyjum helgina 1. til 3. september. Fuglafjörður er staðsettur á austurströnd Eysturoy og eru íbúar bæjarins um það bil 1800 manns. Mattilda bjó í Fuglafirði frá 4 ára aldri þar til hún flutti til Vestmannaeyja 25 ára gömul þegar hún fann […]

Þakklát mömmu fyrir hvatninguna

„Ég myndi segja að ég sé frekar fjölbreytt. Ef ég fæ leið á einhverjum stíl þá færi ég mig yfir í eitthvað allt annað” segir Sunna Einarsdóttir, ung og upprennandi myndlistakona og eyjamær sem verður með sýningu yfir Goslokin í Craciouskró á Skipasandi. Með henni verður Unnar Gísli Sigurmundsson, sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, […]

Listaverk úr Barbie og Legókubbum

Berglind Sigmarsdóttir, myndlistakona og eigandi veitingastaðarins GOTT, er ein þeirra listamanna sem verða með sýningu yfir Goslokin. Sýningin ber nafnið Leikfangalist – Toy Art, en til sýnis og sölu verða verk gerð úr hinum ýmsu leikföngum. Einnig verða til sölu eftirprent af myndunum. Myndirnar eru teknar af Kristbjörgu Sigurjónsdóttur og eru prentaðar á 180 gr. […]

Svipmyndir af listasýningum á Goslokum

Fjöldinn allur af listasýningum er á dagskrá yfir goslokahelgina og ættu jafnvel þeir sem engan áhuga hafa á myndlist að finna eitthvað við sitt hæfi á veggjum sýninganna. (meira…)

Landslög Lóu Hrundar

Myndlistarsýning Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur opnaði í dag í Cracious kró, opnaði í dag og er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17. Lóa er lærður myndlistarkennari og listmeðferðarfræðingur. Hugarástand hefur alltaf áhrif á vinnuna og er ferlið oftast mikilvægara heldur en útkoman. Á sýningunni sem heitir Landslög eru akrýlverk frá 2021-2022. Unnið er abstrakt með landslagið […]

Erna Ingólfs með vængjaslátt vonar

Myndlistarsýning Ernu opnaði kl. 13 í dag á Hótel Vestmannaeyjar, en verður opin alla helgina. Sýningin heitir Vængjasláttur vonar og fólk getur fundið ákveðin tákn (fleiri en eitt) í mynd á sýningunni sem ber sama heiti, til að skilja hvað felst í þessu nafni. Smá spenna. Allar myndirnar eru unnar í akríl, en ég nota […]

LMV sýnir í Hvíta húsinu og á Stakkó 

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja sem valið var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 mun halda tvær sýningar um goslokahelgina. Önnur sýningin verður í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sýningin ber yfirskriftina Í allar áttir, en hin sýningin verður útilistasýning á austanverðu Stakkagerðistúni beint á móti Akóges og ber hún yfirskriftina Listamannsins draumur. Þar munu 20 félagar sýna verk […]

Myndir, músík og mósaík – Listahátíð á 180 mínútum

Laugardaginn annan júlí á Goslokahátíð  frá klukkan 14:00 til 17:00 verða listahjónin Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir með listahátíð Í garðinum heima í Hjarðarholti að Vestmannabraut 69.   Þau sýna myndlistarverk og með þeim eru Bergljót Blöndal og Sigrún Þorsteinsdóttir. Verða þau með sýningu á verkum sínum í tjaldinu.   En tónlistarmennirnir  Helgi Hermannsson og Magnús R […]

Tabúin hennar Aldísar í tónlistarskólanum

Eyjakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir mætir á Goslok með sýningu sína, Tabú sem verður í Tónlistarskólanum og er aldurstakmarkið átján ár. Það var fyrr á þessu ári sem Aldís var með sýningu með þessu nafni sem vakti mikla athygli. Viðfangsefnið konan á sínum á sínum viðkvæmustu stundum. Ögrandi verk, erótísk og sum gott betur en Aldís […]

Viðar Breiðfjörð á vængjum morgunroðans

„Í tilefni 60 ára afmælis míns vil ég tileinka þessa sýningu kvenfólki því þær eru menn en menn eru ekki konur. Sýningin er í Akóges og opnar í kvöld, fimmtudagskvöld kl 19.30 og verður lifandi tónlist,“ segir Viðar Breiðfjörð um sýningu sína sem hann opnar í kvöld og kallar Vængir morgunroðans. Viðar var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja […]