Olga og Viktorija verða áfram í Eyjum

00001 Olga Undirskrift

Knattspyrnuleikmennirnir Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hafa framlengt samninga sína við ÍBV og munu leika með liðinu í efstu deild kvenna í sumar. Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir félagið en leikmennirnir sem eru báðir frá Lettlandi hafa leikið vel með félaginu. Olga mun því spila sitt þriðja tímabil með liðinu en hún skoraði sex mörk […]

Sigur á heimavelli

Kvennalið ÍBV í Pepsi-Max deildinni fór með 3-1 sigur gegn Stjörnunni á Hásteinsvelli fyrr í kvöld. Um er að ræða 16. umferð deildarinnar. Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV, skoraði fyrsta mark leiksins en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir jafnaði síðar leikinn fyrir Stjörnuna. Olga Sevcova tryggði svo heimakvennum sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þess má geta […]

ÍBV – Stjarnan í dag

Kvennalið ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvelli í dag í Pepsí max deild kvenna. Stjarnan situr í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig úr 15 leikjum en ÍBV stelpurnar eru með 16 stig í sjöunda sætinu. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í dag. (meira…)

Liana Hindis fékk gult spjald í tapleik ÍBV

Í gær mættu Eyjastelpur Keflavík á Hásteinsvelli. Keflavík bar sigur úr bítum með teimur mörkum gegn einu. Um var að ræða leik í 14. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 í 5. umferð. á 11. mínútu leiksins kom sending á Natöshu Anasi inn fyrir vörn ÍBV og skoraði hún […]

Stelpurnar taka á móti botnliðinu

Eyjastelpur mæta Keflavík í dag klukkan 18.00 á Hásteinsvelli. ÍBV er í sjötta sæti Pepsí Max deildarinnar með 16 stig en lið Keflavíkur situr í botnsætinu með 9 stig. Leikurinn er aðgengilegur í beinu streymi á stod2.is. (meira…)

ÍBV-Tindastóll í dag á Hásteinsvelli

ÍBV stelpurnar fá Tindastól í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 14:00. Þetta er eini leikur dagsins í 12. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því stefnir allt í hörku leik við krefjandi aðstæður í Eyjum í dag.   (meira…)

Jafntefli stúlknanna á Akureyri

Þór/KA ÍBV

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag. Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en […]

ÍBV mætir Fylki í Pepsi Max-deild kvenna

Kvennalið ÍBV mætir Fylki á Würth vellinum, í Árbænum Reykjavík, kl. 18:00 í kvöld. Um er að ræða 9. umferð deildarinnar og situr ÍBV 6. sæti með 9 stig. Kvennalið Fylkis situr í 8. sæti með sama stigafjölda en lægri markatölu. Valur er í fyrsta sæti með 17. stig. ÍBV töpuðu þremur síðustu leikjum sínum […]

Stelpurnar mæta Val á Hásteinsvelli

Í kvöld fer fram á Hásteinsvelli leikur ÍBV og Vals. Valur er sem stendur í öðru sæti Pepsí Max deildarinnar með sjö stig en ÍBV er í fimmta sæti með þrjú stig bæði lið hafa leikið þrjá leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 á Hásteinsvelli, leikurinn einnig sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. […]

Slóvensk landsliðskona til ÍBV

Slóvenska knattspyrnukonan Kristina Erman hefur gengið til liðs við ÍBV og mun styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna. Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu Kristina lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu. Þar áður lék […]