Stelpurnar mæta á Sauðárkrók
ÍBV stelpurnar mæta nýliðum Tindastóls á Sauðárkróki í Pepsí max deild kvenna í dag klukkan 13:00. Í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. (meira…)
Stelpurnar hefja leik í Pepsi-Max deildinni
Fyrsti leikur Pepsi-Max deildar kvenna fer fram í dag kl. 18:00 þegar ÍBV fær Þór/KA í heimsókn. Lið ÍBV hefur tekið miklum breytingum á milli ára. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta er kynning á liðinu auk þess sem rætt er við Andra Ólafsson þjálfara liðsins um komandi tímabil. Þetta er 11. tímabil ÍBV í efstu deild […]
Kristín Erna snýr aftur
Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin heim. Kristín hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt eftir stutt stopp í Reykjavík og mun því spila með ÍBV í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Kristín á að baki 136 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 45 mörk. “Við bjóðum Kristínu hjartanlega velkomna heim […]
Stelpurnar taka á móti FH í dag kl. 14
Stelpunar í meistaraflokki ÍBV taka á móti FH í dag, sunnudag, kl. 14.00 á Hásteinsvelli í leik í Pepsi-max deild kvenna í fótbolta. Fyrir leikinn eru ÍBV í sjötta sæti með 17 stig en FH í fallsæti, því níunda, með 13 stig. Það er því að miklu að keppa hjá liðunum enda flest liðanna í […]
Eyjastelpur á Hlíðarenda
Eyjastelpur eiga verðugt verkefni fyrir höndum í dag þegar þær mæta toppliði Vals á hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á visir.is. (meira…)
Þór/KA í heimsókn á Hásteinsvelli
Kvennalið Þórs/KA kemur í heimsókn á Hásteinsvöll í dag klukkan 16.00. ÍBV liðið hefur verið á góðu róli og sitja í fjórða sæti deildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á Vísir.is (meira…)
Stelpurnar sækja heim Fylki
ÍBV sækir heim Fylki í dag kl. 18.00 á Wurth vellinum í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðin hafa tuttugu og einu sinni mæst áður og hefur ÍBV haft yfirhöndina tólf sinnum, Fylkir átta sinnum og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Það má því búast við hörku viðureign í dag. Leikið verður […]
Þriðji sigur kvennaliðsins í röð
Kvennalið ÍBV vann stórgóðan sigur á Þrótti í Laugardalnum í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri en fyrra mark ÍBV skoraði Karlina Miksone á 20. mínútu og fyrirliði ÍBV Fatma Kara innsiglaði sigurinn á 57. mínútu með fínu skoti. Þriðji sigur kvennaliðsins í röð því staðreynd og situr liðið nú í 4. sæti Pepsi Max […]
Stelpurnar sækja heim Þrótt í dag
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna ÍBV sækja heim Þrótt Reykjavík, í dag í fyrsta leik síðari umferðar Pepsi-max deildar kvenna. ÍBV sigraði fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn þremur á Hásteinsvelli. Alls hafa liðin mæst nítján sinnum og hefur ÍBV aldrei tapað. Sigrað fjórtán sinnum og fimm jafntefli. Liðin eru hlið við hlið í töflunni […]
Suðurlandsslagur á Hásteinsvelli
Í dag klukkan 18.00 mætast á Hásteinsvelli ÍBV og Selfoss í Pepsí Max deild kvenna. ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar með sex stig og getur með sigri lyft sér upp úr fallsæti. Selfoss stúlkur eru með 10 stig í fjórða sæti. (meira…)