Siglir bikarinn heim í kvöld?

ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikarsins í dag klukkan 16:00 í Laugardalshöllinni. Í undanúrslitum unnu Eyjamenn Hauka með sex marka mun, 33-27 og Valur vann öruggan 32-26 sigur á Stjörnunni. Liðin hafa á liðnum árum háð margar spennandi úrslitarimmur en þó aldrei mæst í úrslitaleik í bikarkeppninni. Það verður að teljast merkilegt í ljósi […]

Bikarúrslitaleikur í kvöld

Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem leika til úrslita í bikarnum um helgina en ÍBV á fleirri fulltrúa í höllinni um helginan. Fjórði flokkur kvenna ÍBV mætir Stjörnunni í kvöld kl. 20:00 í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll. Stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með góður sigri á Valsstúlkum 28-26 í Vestmannaeyjum í leik þar sem Agnes […]

Rútuferðir í boði Ísfélagsins

ÍBV og Valur mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handknattleik karla á laugardagin klukkan 16:00. Ákveðið hefur veirð að efna til hópferðar á leikinn en það er eins og áður Ísfélagið sem býður stuðuningsmönnum ÍBV upp á rúruferðir í Laugardalinn. Skráning í rútuferðir fer fram hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLScH8C5GLpI…/viewform… Miðasala á leikinn er hafin hér: https://stubb.is/events/nd7Wvb Ljósmynd: HSÍ […]

Ávísun á mikla spennu og skemmtun

IBV Haukar

Nú er ljóst að ÍBV og Valur mætast í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll á laugardaginn. Eyjamenn höfðu betur gegn Haukum, 33:27 í fyrri leik undanúrslitanna í kvöld. Voru yfir allan tímann og var staðan 17:13 í hálfleik. Valur hafði yfirhöndina í leik gegn Stjörnunni og sigraði 32:26 í seinni leiknum. Það má […]

Fornir fjendur mætast í dag

ÍBV og Haukar eigast við í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Á fjórða tug stuðningsmanna liðsins skellti sér í hópferð í morgunnsárið í gegnum Þorlákshöfn og var góð stemmning í hópnum samkvæmt viðmælanda Eyjafrétta. Þó nokkuð af stuðningsmönnum hefur auk þess ferðast til lands bæði […]

Skemmtilegasta helgi ársins

Viðtalið hér að neðan birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og var framkvæmt 19. febrúar. Haukar verða andstæðingar ÍBV í undanúrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í liðinni viku. Undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Seinna þennan sama dag mætast Stjarnan og Valur klukkan 20:15. Þó svo að þjálfarar séu […]

ÍBV fékk Hauka úr hattinum

ÍBV og Haukar drógust saman í undanúrslitum Poweradebikars karla þegar dregið var í hádeginu í dag en undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars. Leikurinn hefst klukkan 20.15. Fyrr þennan sama dag mætast Stjarnan og Valur. Stefnt er á að flauta til leiks klukkan 18 í Laugardalshöll. Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 9. mars. […]

Karlarnir í fjögurra liða úrslit

Eftir heldur brokkgenga byrjun ÍBV eftir jólafrí, bæði í meistaraflokki karla og kvenna í Olísdeildinni náðu karlarnir góðum spretti í dag. Eru komnir í undanúrslit í bikarnum eftir sjö marka sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34:27. Staðan í hálfleik var 15:14. Þar með eru Eyjamenn komnir í fjögurra liða úrslit bikarsins sem fer fram í […]

Allt undir í dag

Eyja 3L2A9829

ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag. ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. […]

ÍBV mætir Aftureldingu í 8 liða úrslitum Poweradebikarsins

Íslandsmeistarar ÍBV og Bikarmeistarar Aftureldingar voru dregin saman í átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í gær. Samkvæmt handbolti.is eiga leikirnir að fara fram sunnudaginn 11 og mánudaginn 12. febrúar. Leikirnir geta hins vegar færst til vegna leikja í 16 liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar sem eiga að fara fram 10 og 11 febrúar og 17 og 18 febrúar. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.