Umhverfisviðurkenningar 2023

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Umhverfisviðurkenningar árið 2023 eru: Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20 Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49 Endurbætur til fyrirmyndar: Póley Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson Vestmannaeyjabær óskar í tilkynningu, […]

Útsýnisskífa á Heimaklett

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni lá fyrir umsókn um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Lára Skæringsdóttir fyrir hönd Rótarklúbbs Vestmannaeyja sótti um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Skífunni er ætla að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðmanna. Fram kemur í umsókninni að Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hafi verið að vinna að umhverfisverkefni sem snýr að […]

Hafðu áhrif á umhverfið

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Rótarýklúbb auglýsir eftir tilnefningu til Umhverfisverðlauna 2022 og efnir til Umhverfisviku. Þú getur tilnefnt: -Snyrtilegasta fyrirtækið -Snyrtilegasta garðinn -Snyrtilegustu eignina -Vel heppnaðar endurbætur -Framtak á sviði umhverfismála Tilnefningar berist á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is. (meira…)

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý afhent

Hin árlegu Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý voru afhent nú á dögunu. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Afhending verðlaunanna var með breyttum hætti þetta árið þar sem verðlaunahafar voru sóttir heim. Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar í ár: Fallegasti garðurinn: […]