Á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni lá fyrir umsókn um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Lára Skæringsdóttir fyrir hönd Rótarklúbbs Vestmannaeyja sótti um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Skífunni er ætla að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðmanna.
Fram kemur í umsókninni að Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hafi verið að vinna að umhverfisverkefni sem snýr að þvi að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðamanna og eyjaskeggja af því sem er i kringum okkur. “Fyrir þó nokkrum árum settum við upp útsýnisskífu á Stórhöfða sem okkur finnst að hafi tekist afar vel til með. Okkur langar þvi að sækja um leyfi til að setja upp útsýnisskífu á Heimakletti og höfum nú þegar fengið styrk frá Verkefnasjóði Rótarý til þess að hefja þetta verkefni. Við erum búin að vera í samstarfi við Svavar, Már og Hávarð sem eru mjög vel að sér um örnefni í og við Vestmannaeyar við uppsetningu á örnefnum og fleira. Sæþór Vídó Þorbjarnarson hefur verið að vinna að hönnun skífunnar og mun hún síðan verða steypt hér í bænum.”
Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið erindið og fól starfsfólki sviðsins að hafa samráð með framkvæmdaraðila.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst