Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]

Rúgbrauð uppselt í Eyjum jólasíldarhelgina miklu

Síldarunnendur í Vinnslustöðinni glöddust svo um munaði á aðventusíldarkvöldinu mikla sem nú var efnt til í annað sinn að frumkvæði Ingigerðar Helgadóttur flokksstjóra og Benónýs Þórissonar framleiðslustjóra á uppsjávarsviði VSV. Inga & Bennó tóku upp á því í fyrra að senda fötur með jólasíld VSV til annarra fyrirtækja í uppsjávarveiðum og uppsjávarvinnslu og fengu til […]

Ég hef alltaf verið mikill síldarkarl

Hið árlega síldarkvöld ÍBV verður haldið í kvöld kl. 18.30 á Háaloftinu í Höllinni. Boðið verður upp á ýmis konar salöt sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Einnig verður boðið upp á eðal rúgbrauð frá Eyjabakarí. Verð 2900 kr. og er hægt að panta fyrir hópa á knattspyrna@ibv.is. Við höfðum samband við síldaráhugamanninn […]

Ísfélagið býður jólasíld

Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum bæjarbúum einstaka jólasíld, á meðan birgðir endast. Afhending fer fram í portinu við frystihús Ísfélagins að Strandvegi milli kl. 12 og 14 á morgun laugardaginn 3. desember. (meira…)

Ísfélagið – Jólasíldin handan hornsins

Venju samkvæmt eru starfsmenn Ísfélagsins, bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn, búin að leggja hjarta og sál í jólasíld félagsins fyrir komandi jólaveislu. Um er að ræða sitthvora leyniuppskriftina, en ætla má að hvor um sig sé best í heimi, líklega. Bæjarbúar, og aðrir sem vilja, fá að sjálfsögðu að njóta með okkur og verður […]

Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]

Norsk-íslensk síld og Austurdjúpið rannsakað í 28. sinn

Miðvikudaginn 4. maí síðastliðinn hélt rs. Árni Friðriksson af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Einnig er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hita- og seltustig og magn átustofna metið. Því til viðbótar eru […]

Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]

Allir fá þá eitthvað fallegt

Hin margrómaða jólasíld Ísfélagsins verður afhent öllum sem vilja í dag milli kl 12 og 14, á meðan birgðir endast Í tilefni af 120 ára afmæli Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá Ísfélaginu kemur fram að “í síldinni er mikil ást og enn meira af umhyggju. Með síldinni ætlum við einnig að gefa boli og […]