Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]
Aðventusíld ÍBV

Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður […]
Ingigerður vaktar 2,5 tonn af jólasíld og heitir góðum árgangi 2021

Jólahátíð er skammt handan hornsins og henni fylgir ómissandi jólasíld Vinnslustöðvarinnar. Þar á bæ er síldaraðventan þegar gengin í garð, næst kemur jólafastan og loks sjálf jólin. Mikil spenna ríkir hjá núverandi og fyrrverandi starfsfólki og meðal velunnara Vinnslustöðvarinnar yfirleitt vegna hinnar ómissandi síldar. Snemma í desember hefst svo niðurtalning. Þegar jólasíldarvinir fá föturnar sínar […]
Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]
Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]
Leggja til lækkun í síld, makríl og kolmunna

Í dag 30. september 2021 veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna árið 2022. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2022 verði ekki meiri en tæp 599 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 651 þúsund tonn og er því um að ræða […]
Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]
Meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar

RS Árni Friðriksson heldur í dag af stað í leiðangurinn „Vistfræði Austurdjúps“. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunnar. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. […]
VSV-síldin betri en Ísfélagið sigraði í umbúðakeppninni

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar í ár fékk afbragðsdóma algjörlega hlutlauss kviðdóms starfsmanna á skrifstofu VSV á blindsmökkunarsamkomu í dag. Jólasíld Ísfélagsins fékk góða dóma líka en var sett skör lægra í aðaleinkunn þegar öll stig í bragð- og skynmati voru lögð saman. Síldarkviðdómur VSV fjallaði bæði um innihald og umbúðir. Í umbúðahlutanum hafði Ísfélagið betur og þar […]
Misstu síldar afskurð í höfnina

Óhapp varð við löndun úr frystitogaranum Hákon EA í Vestmannaeyjahöfn í dag. Togarinn kom til Vestmannaeyja til þess að landa síldar afskurður í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Fyrir mistök um borð var hluta af hratinu í höfnina fyrir það að loki á síðunni var opinn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar voru ræstir út og kom fyrir mengunarvörnum í fjörunni við […]