Gott fiskirí miðað við árstíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE er að landa fullfermi eða um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag. Systurskipið Bergey VE er síðan væntanlegt síðar í dag einnig með fullfermi. Afli Vestmannaeyjar er fyrst og fremst ýsa og ufsi en afli Bergeyjar er ýsa og karfi. Bæði skipin voru að veiðum á Papagrunni. Hér er um að ræða […]
Togararnir að fiska vel

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Skipin hafa lagt verulega áherslu á ýsuveiði og hafa þau fyrst og fremst veitt í Lónsbugtinni. Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. mánudag og var afli skipsins 107 tonn, mest ýsa. Bergey VE er að landa í Vestmannaeyjum og Vestmannaey […]
Ýmislegt fylgir skipum þegar þau eru seld

Skip Bergs-Hugins, Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey VE), hafa nýlega verið seld og þau leyst af hólmi af nýjum skipum. Bergey fékk nafnið Runólfur og var seld til Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, en Smáey fékk nafnið Sturla og var seld til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Bæði þessi skip voru smíðuð í Póllandi […]
Vertíðin einkennst af brælum og covidástandi

Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudagsmorgun. Skipin héldu til veiða síðdegis á laugardag þannig að það fiskaðist vel. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvar skipin hefðu verið að veiðum. „Við byrjuðum upp við Surtsey í þorski og síðan var haldið […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]
Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]
Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]
Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]
Loksins komin langþráð bongóblíða

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag og kom aftur inn í morgun með rúmlega 30 tonn. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði hvernig veiðar hefðu gengið. „Það verður að segjast að veiðarnar gengu vel. Í fyrri túrnum vorum við í Breiðamerkurdýpinu og uppistaða aflans þar var […]