Öflugt Suðurkjördæmi

Eva Björk Harðardóttir. eva@hotellaki.is

Sem oddviti sveitarfélags síðastliðin tvö kjörtímabil og rekstraraðili hótels á landsbyggðinni síðustu tuttugu ár, hef ég reynt á eigin skinni hvernig lífsbaráttan harðnar þegar fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Flutningsgjöld, margfaldur rafmagnskostnaður, það að þurfa að útvega starfsfólki sínu húsnæði, jafnvel byggja yfir það.  Krafan um fæði og uppihald, hvernig þjónusta og fyrirtæki færast eins og fyrir […]

Jarl stefnir á 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins

Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi tilkynningu á facebook síðus sinni í kvöld: Í dag skilaði ég inn framboði mínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29.maí næstkomandi. Ég er búinn að velta fyrir mér lengi þessum möguleika og fann að ég hafði löngun til að taka mitt næsta skref í […]

Páll Magnússon ætlar ekki fram

Páll Magnússon þingmaður greindi frá því á facebook síðu sinni nú fyrir skömmu að hann ætlar ekki að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði. “Það er ekki vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni sem ég tek þessa ákvörðun heldur er hún á endanum persónuleg – kemur innan frá. Oft þegar […]

Eyjamenn spurðir út í Pál og Írisi

Ábendingar hafa borist Eyjafréttum um að MMR hafi nú í gær haft samband við fjölmarga Eyjamenn og lagt fyrir „skoðanakönnun um Vestmannaeyjar“. Spurningarnar sem lagðar eru fram snúast m.a. um hversu ánægt eða óánægt fólk sé með störf Páls Magnússonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi annars vegar og með störf Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra hins vegar. Þá […]

Guðrún vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins

Ég, Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í kvöld, félögum mínum á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði, þá ákvörðun mína að bjóða mig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Síðustu vikur og mánuði hef ég fengið mikla hvatningu, alls staðar að í Suðurkjördæmi,  til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. […]

Fjölmargir vilja fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Vilhjálmur stefnir á fyrsta sætið

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins stefnir á fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Yfirlýsingu Vilhjálms má sjá hér að neðan. Kæru vinir í Suðurkjördæmi, Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá tæplega þrítugur að aldri. Mér fannst það mikill heiður að vera treyst fyrir því að […]

Lítill sáttahugur í þingmanninum

Eyjafréttir sögðu fyrr í dag frá því að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af komandi kosningum og veikri stöðu Páls Magnússonar oddvita þingflokksins vegna framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á þessu kjörtímabili. Í kjölfarið á umfjöllun Eyjafrétta spurði Morgunblaðið Pál Magnússon út í stöðuna.  Í viðtalinu sagði hann: „Líklega ætti Jarl [formaður fulltrúaráðs […]

Vantrausti haldið til streitu

Aðalfundur kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi var haldinn s.l. laugardag. Þar var tekin ákvörðun um að viðhafa prófkjör við val á framboðslista. Páll Magnússon sagðist sækjast eftir endurkjöri sem oddviti listans, Ásmundur Friðriksson tilkynnti að hann sæktist eftir öðru sæti. Vilhjálmur Árnason sem situr nú í þriðja sæti listans sagðist stefna hærra og þá tilkynnti um […]

Að skipta út mönnum í miðri á er að reynast dýrkeypt

Óleyst mál varðandi háar greiðslur frá ríkinu Strax eftir síðustu kosningar lá mikið á hjá H-listanum að skipta út þáverandi formanni og varaformanni stjórnar Herjólfs ohf. sem var þá út í miðri á, að ná samkomulagi við ríkið um greiðslur vegna svokallaðrar öryggismönnunar skipsins, ferjuvísitölu og notkunar á gamla Herjólfi þann tíma sem nýja ferjan […]

Páley gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisfélagsins

Gestur á laugardagsfundi verður Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri. Hún situr í aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar og hefur því í nógu verið að snúast hjá henni undanfarna daga. Fundurinn mun fara fram á fésbókarsíðu Sjálfstæðisfélagsins og verður að venju á laugardegi kl.11:00. Gert er ráð fyrir að fundi sé lokið fyrir hádegi. Páley mun verða með erindi í beinni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.