Óli Már yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflotans

  Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið […]

Ráðherra vill greiða fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi

„Þessi áform eru lögð fram til að gera íslenskum sjávarútvegi kleift að vera áfram í fremstu röð á alþjóðavísu með sjálfbærri auðlindanýtingu, verðmætasköpun og kolefnishlutleysi. Verkefnið er krefjandi og það eru mörg skref eftir, en mikilvægast er að byrja,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Markmið stjórnvalda er að Ísland nái […]

1600 kílómetrar fyrir tvo daga í Dalnum

Ágúst Halldórsson og skipsfélagar hans á Heimaey sáu ekki fyrir sér að komast á Þjóðhátíð þetta árið. En mokveiði í Smugunni breytti öllu. Ágúst Halldórsson, einn áhafnarmeðlima segir frá: Það var sólríkan laugardagsmorgun, nánar tiltekið tuttugasta og þriðja júlí sem löndun k„láraðist á makríl úr  Heimaey VE. Um þúsund tonn úr Smuginni komin inn í […]

Yngstir í flotanum

Hæfileikar og vinnusemi spyrja ekki um aldur, en nokkuð ljóst er að með þeim yngstu í flotanum starfa á Kap VE4. Yfirvélstjórinn heitir Ólafur Már Harðarsson og Theodor Hrannar Guðmundsson leysir hann af í fríum. Ólafur er ’90 módeil og Theodor er ’96 módel. Þetta kemur fram á Facebook síðuð hjá Erni Friðrikssyni. (meira…)

Jakob Möller segir takk og bless eftir 52 ár í VSV og Fiskiðjunni

 „Ég ákvað í vetur að láta staðar numið núna í sumar og stend við það. Nú er komið að þeim tímamótum og ég ætla að byrja á því að taka mér gott frí. Föst vinna verður að baki en ég útiloka ekki að láta sjá mig hér aftur tímabundið í vinnugalla. Ef Vinnslustöðina sárvantar mann […]

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]

Eingarréttur skapar skynsamlega hvata

Nýjasta tölublað Bændablaðsins, sem kom út 21. júlí síðastliðinn, er heilsíðugrein um sjávarútveg. Fyrirsögn greinarinnar, sem er sú sama og á þessari færslu hér, greip augu blaðamanns og tók ekki eftir því fyrr en langt var liðið á lesturinn að greinin var eftir Eyjamanninn Binna, sem er oftar en ekkikenndur við Vinnslustöðina. Ekki er ætlunin […]

Makrílveiði og vaktir

Loksins hófst makrílvertíðin fyrir alvöru, en hún hefur farið mjög rólega af stað. Núna er unnið á sólarhingsvöktum og eru um 45 manns sem þarf til að halda vinnslunni gangandi. Það er langt að sækja makrílinn, en Vinnslustöðin er nú með fjögur skip á veiðum, þau eru: Gullberg, Huginn, Ísleifur og Kap. Gullberg kom nýverið […]

Strandveiðar stöðvaðar óvænt

Í tilkynningu frá Fiskistofu kemur fram að síðasti dagur strandveiða 2022 hafi verið 20. júlí. Stofan hefur sent auglýsingu þess efnis til birtingar í Stjórnartíðindum. Samkvæmt Landssambandi Smábátaeigenda eru ennþá 789 tonn óveidd af 11.074 tonna aflaviðmiðun í þorski. Það kemur á óvart að síðustu dagar strandveiða hafi náð að virkja ákvæði laga um lokun. Búist […]

Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.