Ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var aðeins eitt mál á dagskrá en það var “Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2024”. Framkvæmdastjóri lagði fram gjaldskrá með breyttri framsetningu skv. umræðu á síðasta fundi. Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá enda er hún í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 […]

Framsetningin hefði mátt vera skýrari

Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að gjaldskráin sem er á heimsíðunni gildir eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram. Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs […]

Íbúafundur um breytingu á sorpflokkun

Kubbur Sorp

Íbúafundur verður haldinn í ráðhúsinu 21. nóvember milli klukkan 17:30 – 19:00. Boðað er til íbúafundar vegna nýju hringrásalaganna og breytingu á sorpflokkun við heimili. Dagskrá fundarins: – Samband íslenskra sveitarfélaga, Hugrún Geirsdóttir og Flosi Hrafn Sigurðsson – Vestmannaeyjabær, Brynjar Ólafsson – Opin umræða Vestmannaeyjabær hvetur íbúa til að fjölmenna á fundinn (meira…)

Bæta við sorpílátum

Sorpílát voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í lok september. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs óskaði eftir að fá heimild til að panta aukalega 200-300 tvískipt sorpílát, til viðbótar við það sem er komið, vegna lítilla fjölbýla. Fjármögnun á sorpílátum er í gegnum álagningu gjalda fyrir sorpeyðingu og sorphreinsun. Ráðið samþykkti beiðnina og veitti […]

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi

Kubbur Sorp

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast haustið 2023 í Vestmannaeyjum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Þetta kemur fram í frétt á v ef Vestmannaeyjabæjar. Flokkunum fylgja samræmdar merkingar FENÚR sem munu gilda fyrir alla flokkun á Íslandi, allar tunnur fá því nýjar límmiðamerkingar. Um er að ræða stórt framfaraskref í umhverfis- […]

Ný sorpílát kosta á sextándu milljón

Kubbur Sorp

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í vikunni sem leið meðal efnis var breyting á fyrirkomulagi sorphirðu. Fram kom að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leitaði eftir tilboðum í tvískipt sorpílát vegna breytinga á sorphirðu. Alls bárust 2 tilboð. Íslenska gámafélagið 15.624.000 kr. Terra 20.568.624 kr. Í niðurstöðu sinni samþykkyi ráðið að taka tilboði Íslenska gámafélagsins og fól […]

Ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir óflokkanlegan og lífrænan úrgang

Bæjarráð tók á fundi sínum í liðinni viku fyrir erindi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um heimild til að leita tilboða hjá söluaðilum og fjármagn til að kaupa 1.200 tvískipt sorpílát og fenúr merkingar til að líma á sorpílát. Vegna breytinga á sorphirðu og innheimtu á sorphirðugjöldum hefur verið ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir […]

Stefna á að sorpeiðing standi undir sér

1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Lögð var fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2023. Aðlögunartími Alþingi samþykkti nýlega lög um breytingar á nokkrum lögum er varða úrgangsmál, sorpeyðingu o.fl., til innleiðingar á svokölluðu hringrásarhagkerfi. Með því þurfa sveitarfélög að innleiða breytt kerfi […]

Hvert fer pappír og plast?

Kubbur Sorp

Hver hefur ekki heyrt fullyrðingu um það að það skipti engu máli hvort flokkað sé í tunnurnar við heimilin, þetta fari hvort eð er allt saman í burtu. Dagný Hauksdóttir skipulag- og umhverfisfulltrúi skellti sér í bæjarferð þar sem ferlinu var fylgt eftir. Eftir farandi pistill var birtur á facebook síðu Vestmannaeyjabæjar. Eftir að græna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.