Strandveiðifélag Íslands stofnsett

Strandveiðifélag Íslands, félag um réttlæti í sjávarútvegi, var stofnað laugardaginn 5. mars sl. í gamla Stýrimannaskólanum að Öldugötu 23. Um 170 stofnfélagar höfðu skráð sig fyrir fundinn. Um 50 stofnfélagar mættu á fundinn og auk þess fylgdust um 60 félagsmenn með streymi af fundinum. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjóri, var kjörinn formaður félagsins og 9 manns […]

Auknar heimildir til strandveiða

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um auknar heimildir til strandveiða. Alls verður 1.171 tonnum af þorski bætt við en um er að ræða óráðstafað magn sem kom til á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Með þessari aukningu verður því heildarmagn í þorski á strandveiðum alls 11.171 tonn og […]

Umframafli í strandveiðum

Leyfi til strandveiða hefur verið gefið út til 630 báta og er landaður afli strandveiðibáta í gær mánudaginn 7. júní samtals 3.208.066 kg., sem er 28,38% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021. Frá þessu er greint á vef fiskistofu. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 […]

Umframafli í strandveiðum

Um 557 bátar hafa fengið leyfi til strandveiða og eftir fyrstu tvær vikur strandveiða er landaður afli strandveiðibáta 1.306.000 kg. sem er 12,04% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Meðfylgjandi mynd sýnir […]

Mikill áhugi fyrir strandveiðum

Fyrsti dagur strandveiða 2021 er mánudagurinn 3. maí. Áhugi fyrir veiðunum er mikill sem marka má á umsóknum sem borist hafa til Fiskistofu. Þegar lokað var fyrir umsóknir kl 14:00 í dag höfðu 408 sótt um leyfi, sem eru 74 bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint á vefnum smábátar.is. […]

720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun. Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu […]

Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum.  Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]