Strandveiðimenn boða til mótmæla

Stjórn Landssambands strandveiðimanna skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um stöðvun strandveiða. Strandveiðimenn ætla að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti 6. júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til strandveiða eins og Landssamband smábátaeigenda fór fram á. Það þýðir að rúmlega sjö hundruð bátar hafa þurft […]

Strandveiðar stöðvaðar

Öll strandveiðileyfi féllu niður í dag þegar strandveiðar voru stöðvaðar, miðvikudaginn 12. júlí 2023. Skipi sem er með strandveiðileyfi verður því heimilt að halda til veiða í dag af því gefnu að það hafi verið með veiðileyfi áður það fékk strandveiðileyfi. Strandveiðileyfi felur ekki í sér almennt veiðileyfi þannig að ef skip var í núllflokki […]

Líkur á stöðvun strandveiða um miðjan júlí

Flest bend­ir til þess að strand­veiðar verði stöðvaðar um miðjan næsta mánuð vaxi afli strand­veiðibát­anna milli ára í júní eins og í maí. Þegar júní lýk­ur gætu bát­arn­ir verið bún­ir að landa 79% af þeim tíu þúsund tonn­um af þorski sem veiðunum er ráðstafað, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. Í maí­mánuði síðastliðnum tókst […]

Hafa gefið út 517 leyfi til strandveiða

Strandveiðar hófust í vikunni og hafa 535 umsóknir um strandveiðileyfi borist frá því opnað var fyrir umsóknir síðast liðin fimmtudag og 517 leyfi verið gefin út. Þetta kemur fram í frétt á vef fiskistofu. Umsóknir um strandveiðileyfi fyrir vertíðina 2023 eru nú í fyrsta skipti afgreidd í gegnum stafrænt umsóknakerfi Ísland.is. Með þessari breytingu er […]

Drógu strandveiðibát að landi

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í morg­un til aðstoðar strand­veiðibát­ sem var í vand­ræðum með vél­búnað. Bát­ur­inn var stadd­ur fyr­ir utan Vest­manna­eyj­ar. Útkall á björg­un­ar­skipið Þór barst klukk­an 5:49 í morg­un og var skipið lagt úr höfn í Vest­manna­eyj­um kl. rétt rúm­lega 6 til aðstoðar strand­veiðibát þar sem sjó­dæla um borð hafði gefið sig. Þór […]

Strandveiðar hefjast 2. maí

Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um strandveiðar. Alls verða 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum á þessu veiðitímabili. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því nú tæpum fimm prósentum sem er svipað og veiðitímabilið 2022 en þá var í fyrsta sinn svo stórum hluta leyfilegs […]

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5.mars sl.á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn. Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir […]

Skipt­ing afla­heim­ilda á strandveiðum grund­vall­ist á fjölda báta

Drög að frum­varpi um svæðis­skipt­ingu strand­veiða hef­ur verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Mat­vælaráðuneytið kveðst hafa tekið til­lit til fram­kom­inna at­huga­semda. „Fyr­ir­hugað er að skipt­ing afla­heim­ilda [milli strand­veiðisvæða] grund­vall­ist á fjölda báta sem skráður er á hvert svæði fyr­ir sig á hverju ári. Þannig verði þeim afla­heim­ild­um sem eru til ráðstöf­un­ar skipt jafnt enda sé jafn­ræði […]

Búið að opna fyrir strandveiðiumsóknir

Búið er að opna fyrir strandveiðiumsóknir í Ugga. Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 2. maí. Til að hefja strandveiðar þann dag þarf umsókn að hafa borist Fiskistofu fyrir kl.13:30, 29.apríl og greiðsluseðill greiddur fyrir 21:00 sama dag. Nánari upplýsingar um strandveiðar má finna hér Eins og áður þarf að skila með rafrænum hætti aflaupplýsingum til Fiskistofu. Auk Fiskistofu […]

Matvælaráðherra bætir 1.500 tonnum af þorski við strandveiðipott

Ný reglugerð um strandveiðar hefur verið undirrituð af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Alls eru 10.000 tonn af þorski í strand­veiðipott­in­um á þessu tíma­bili, þar af 1.500 tonn sem ráðherra bætti við. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þessi ákvörðun er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.