Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í morgun til aðstoðar strandveiðibát sem var í vandræðum með vélbúnað. Báturinn var staddur fyrir utan Vestmannaeyjar.
Útkall á björgunarskipið Þór barst klukkan 5:49 í morgun og var skipið lagt úr höfn í Vestmannaeyjum kl. rétt rúmlega 6 til aðstoðar strandveiðibát þar sem sjódæla um borð hafði gefið sig.
Þór var kominn að bátnum um 20 mínútum síðar. Vel gekk að tengja dráttartóg á milli og tók Þór bátinn í tog og dró inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Einn maður var um borð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst