Opinn fundur um sjálfbærni

KPMG býður til opins fundar um sjálfbærni, á morgun 10. janúar frá kl. 14:00-15:00. Fundurinn fer fram í Þekkingarsetri Vestmannaeyja að Ægisgötu 2. Á fundinum mun forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG, Dr. Hafþór Ægir Sigurjónsson, fjalla um sjálfbærnimál fyrirtækja, hvað kröfur eru að koma frá löggjöfinni og fjárfestum, hvað snýr helst að sjávarútvegnum og hvaða tækifæri […]

Fróðleg erindi á opnum fundi

Mánudaginn 05.12.2022 verður afar áhugaveður fundur í Þekkingarsetrinu þar sem fjórir forvitnilegir fyrirlestrar verða haldnir. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu  þann 17-18 nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin n.k. mánudag […]

Fjöldi verkefna frá Eyjum hlutu styrki

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 32,6 m.kr. úthlutað, 13,1 […]

Verkefni um nýtingu sjávarorku fékk styrk úr Lóusjóðnum

Dagný Hauksdóttir, skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, leiðir verkefnið en í því felast forathuganir og undirbúningur fyrir nýtingu sjávarorku við Vestmannaeyjar. Mikil þróun á sér stað í tækni varðandi öldu- og sjávarstraumsvirkjanir. Vestmannaeyjar eru umluktar sterkum sjávarstraumum og þar eru fáir aðrir staðbundnir orkukostir. Verkefmið snýst um að gera samantekt um þekkingu á sjávarstraumum við Vestmannaeyjar, […]

Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt […]

“Ljóðræn list að vetri” á 3. hæð Fiskiðjunnar

Í dag klukkan 16:00 opar samsýning 26 félagsmanna úr Lista- og menningarfélaginu sem hafa lagt undir sig 3. hæðina að Ægisgötu 2, á hæðinni fyrir ofan Þekkingarsetrið í Fiskiðjunni. Sýningin ber heitið “Ljóðræn list að vetri”. Sýningin er sölusýning og verður opin til kl. 18:00 og síðan laugardag og sunnudag kl. 13-17. Þau sendu okkur […]

Fjölmenni á hádegiserindi um styrki fyrir sjávarútveg

40 manns tóku þátt á hádegiserindi í Þekkingarsetrinu, sem fram fór á Zoom þriðjudaginn 19. janúar s.l. Erindið bar heitið: Rannís styrki fyrir sjávarútveg og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á […]

Kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum

Í dag miðvikudaginn 4. mars, kl. 12:00, verður haldinn opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í […]

Líf og fjör á öskudegi

Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag.     (meira…)

Lykiltölur úr pysjueftirlitinu frá 2003

Þekkingarsetrið hefur birt á heimasíðu sinni á myndrænan hátt helstu lykiltölur frá árinu 2003. Þar má greina niður fjölda, meðalþyngd og lengd á veiðitímabilinu frá ári til árs. Mjög áhugaverðar upplýsingar sem gaman er að skoða. Pysjurnar í ár eru orðnar 3125 talsins. En í gær bárust safninur 543 pysjur sem var heimsmet. Eldra metið […]

X