Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]
Myndband frá undirbúning fyrir Þjóðhátíð 1967

Vestmannaeyjabær deildi í morgun skemmtilegu myndbandi þar má sjá undirbúning fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. Myndbrotið er samkvæmt áreiðanlegum heimildum tekið 1967. Vikumyndin er samstarfsverkefni hjá Vestmannaeyjabæ og Ljósmyndasafni Vestmannaeyja (meira…)
Forsala miða á Þjóðhátíð hefst í dag (uppfært)

Forsala miða á Þjóðhátíð 2022 hefst í dag klukkan 9:00 á dalurinn.is. En tilkynnt hefur verið um fyrstu listamenn hátíðarinnar í ár en fram koma Bríet, Bubbi Morthens, Emmsjé Gauti, Reykjavíkurdætur og Flott, auk hljómsveitarinnar Hipsumhaps sem spilar á hátíðinni í fyrsta sinn en rætt er við meðlim sveitarinnar á vef fréttablaðisins. Uppfært: Forsölu frestast […]
Flutningur á Þjóðhátíðarmiðum lokar

Þann 21. febrúar næstkomandi verður lokað fyrir flutning á Þjóðhátíðarmiðum milli ára, en þeir sem hafa ekki tekið afstöðu fyrir þann tíma, munu samt sem áður eiga áfram rétt á endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. “Ljóst er að miðaverð mun hækka fyrir Þjóðhátíð 2022 og ráðleggjum við því fólki að flytja sína […]
Þjóðhátíð fær ríkisstyrk

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði […]
Brenna á fjósakletti (myndir)

Það var sérstakt andrúmsloftið í Herjólfsdal á laugardagskvöldið þegar kveikt var í brennunni á Fjósakletti. Fjöldi Eyjamanna gerði sér ferð í dalinn til að líta dýrðina augum þó oft hafi verið fjölmennara í Herjólfsdal við slíkt tilefni. Óskar Pétur var á svæðinu og tók þessar myndir. (meira…)
Ákall til Eyjamanna

Líkt og kunnugt er hefur Þjóðhátíð verið felld niður síðustu tvö ár vegna sóttvarnaraðgerða. Þetta setur ÍBV íþróttafélag í mjög alvarlega fjárhagsstöðu þar sem Þjóðhátíð er stærsta fjáröflun félagsins. Félagið rær lífróður til að geta haldið starfsemi félagsins áfram. Það er öllum hér í Eyjum ljóst að ÍBV er þekktasta merki Eyjanna og hefur borið hróður þeirra víða um […]
Þjóðhátíð aflýst

Í ljósi ákvarðana stjórnavalda um áframhaldandi samkomutakmarkanir er Þjóðhátíð 2021 aflýst þetta kom fram í frétt á dalurinn.is í kvöld. Afstaða til miðakaupa er þegar hafin inná mínum síðum á dalurinn.is. (meira…)
Undirbúningur fyrir hraðprófun Þjóhátíðargesta var hafinn

Hörður Orri Grettisson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir höggið hafa verið mikið þegar örlög Verslunarmannahelgarinnar lágu fyrir. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta var erfitt að horfast í augu við. Maður er vanur því að þessi síðasta vika fyrir Þjóðhátíð sé mjög krefjandi en það er ljósið við enda ganganna sem heldur manni gangandi og verðlaunar […]
Verslunarmannahelgin 2021 á Instagram (myndir)

Þrátt fyrir að ekki hafi verið haldin hefðbundin Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,annað árið í röð, var víða glatt á Hjalla á Eyjunni. Fjölskyldur og vinir komu saman heima við og í einstaka hústjöldum sem reist höfðu verið í görðum víða um bæinn. Einnig sóttu margir Eyjarnar heim og var því mannlífið iðandi. Á opnum Instagram-reikningum var […]