Allt klárt fyrir Brekkusöng (myndir)

Brekkusöngur er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. Brekkusöngurinn að þessu sinni fer fram í beinu streymi frá Herjólfsdal. Undirbúningur hefur staðið í dag og skellti Óskar Pétur sér í Dalinn og fangaði stemmninguna á filmu. yjum fyrir Íslendinga hvar sem þeir eru í heiminum. Dagskrá kvöldsins: 20:30 – Útsending hefst […]
Vonir bundnar við að hægt verði að halda hátíðina síðar

Bæjarstjóri fór yfir stöðu Covid í Vestmannaeyjum og hertar samkomutakmarkanir stjórnvalda sem tóku gildi á sunnudaginn var á fundi bæjarráðs í vikunni. Aðgerðastjórn Vestmannaeyja fundar reglulega um stöðuna og sendir frá sér tilkynningar í kjölfar funda um stöðu faraldursins í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu óformlegan fund með fulltrúum ÍBV íþóttafélags í vikunni vegna […]
Myllu og vita vígslur fóru fram í Herjólfsdal (myndir)

Þó ekki verði sett Þjóðhátíð á morgun þá mátti finna fasta liði í Herjólfsdal á fimmtudagskvöldi. Þar fóru fram myllu- og vitavígslur með hefðbundnu sniði þar sem aðstandendur hvors mannvirkis kepptust við það langt umfram efni að ausa eigið mannvirki lofi og lasta á sama tíma nágranna sinn. Jóhann Pétursson forsprakki myllumanna kom meðal annars […]
Brennunni frestað fram yfir samkomutakmarkanir

Brennan á Fjósakletti verður síðar í sumar eftir að samkomutakmörkunum hefur verið létt að nýju. Haraldur Pálsson framkvæmdarstjóri ÍBV íþróttafélags sagði í samtali við Eyjafréttir að til hafi staðið að tendra bálið annað kvöld og viðræður við yfirvöld verið á þann veg. “Við erum búin að vera í samtali við þau um þetta í dag. Það er okkar mat […]
Opið í skransölunni

Þrátt fyrir að ekki verði haldin Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina mun ÍBV halda úti skransölunni vinsælu í sjoppunum undir sviðinu. Allur ágóði sölunnar rennur til barna- og unglingastarfs ÍBV. Skransjoppan var opin í gær frá 16.00-18.00 og verður það aftur í dag, fimmtudag, á sama tíma. Opið verður einnig föstudaginn 30. júlí frá 13.00-15.00. […]
Göngum í takt

Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að vinna eftir ráðgjöf sóttvarnalæknis er skiljanleg. Fyrir liggur að börnin okkar eru óbólusett, smit eru í veldisvexti og óvissan um virkni bóluefna er alger. Ákvarðanataka þarf því að einkennast af yfirvegun, skynsemi og meðalhófi. Pirringur, dapurleiki og svekkelsi eru eðlilegar tilfinningar almennings en ábyrgir aðilar hvorki geta né mega láta […]
Engir áhorfendur í brekkunni og ekkert hljóð frá sviðinu

ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd vilja leiðrétta þann misskilning sem félagið hefur orðið vart við undanfarið. ÍBV og Sena munu nota stóra sviðið í Herjólfsdal fyrir sjónvarpsútsendingu frá Brekkusöng og kvölddagskrá á sunnudagskvöldið til að reyna ná sem best hinni eiginlegu Þjóðhátíðar upplifun í útsendingu, eins og hægt er á þessum tímum. Engir áhorfendur verða í brekkunni og ekkert […]
Kveikt verður í brennunni annað kvöld

Það er óneitanlega sérstakt að fara um Herjólfsdal að morgni fimmtudags fyrir Þjóðhátíð og sjá dalinn í fullum skrúða. Vitinn, Myllan Hofið og brúin allt á sínum stað en engin verður þó Þjóðhátíð í dalnum þessa verslunarmannahelgi. Brennumenn héldu sitt árlega brennuslútt í gærkvöldi þar sem því var fagnað að brennan á Fjósakletti væri fullreyst […]
Fyndist eðlilegt að fá styrk frá ríkinu

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir nefndina skoða það að sækja um ríkisstyrk eftir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyjum annað árið í röð eftir að innanlandstakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef mbl.is í morgun „Það er ómögulegt að segja hvort við fáum einhvern styrk frá ríkinu, en […]
Gufan farin í loftið

Gufan þjóðhátíðarútvarp fór formlega í loftið í gær klukkan 13:00. “Gufan er orðinn rótgróinn hluti í undirbúningi þjóðhátíðarinnar. Í fyrr var ekki útsending út af dálitlu. En í ár vorum við búinn að gera allt klárt fyrir útsendingu, þegar reiðarslagið kom yfir að þjóðhátíðinni yfir frestað. Við ákváðum samt sem áður að halda okkur við […]