Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að vinna eftir ráðgjöf sóttvarnalæknis er skiljanleg. Fyrir liggur að börnin okkar eru óbólusett, smit eru í veldisvexti og óvissan um virkni bóluefna er alger. Ákvarðanataka þarf því að einkennast af yfirvegun, skynsemi og meðalhófi. Pirringur, dapurleiki og svekkelsi eru eðlilegar tilfinningar almennings en ábyrgir aðilar hvorki geta né mega láta slíkt ráða för. Slík dramatík er ekki við hæfi fólks sem tekur að sér að leiða samfélag. Tímar sem nú kalla á skynsemi og lausnir.
Öllum má ljóst vera að Þjóðhátíð Vestmannaeyja er fyrst og fremst fjölskyldu- og menningarhátíð okkar Eyjamanna. Sá skaði sem við verðum fyrir verður ekki bættur af neinum öðrum en okkur sjálfum. Það gerum við á næstu árum á komandi þjóðhátíðum, og ef guð lofar með hátíð núna síðar á þessu ári. Ennfremur er þjóðhátíðin helsta tekjulind IBV sem stendur undir mestum hluta ungmennastarfs í Vestmannaeyjum. Eftir stendur að ákvörðun ríkisstjórnar hefur nú svipt íþróttastarfið hér því súrefni sem því er nauðsynlegt til að viðhalda þrótti sínum. Jafnvel þótt hátíðinni verði einungis frestað má öllum ljóst vera að tapið er tilfinnanlegt. Rétt eins og við Eyjamenn öxlum ábyrgð á menningararfinum þá er það núna á ábyrgð ríkisins að bæta þennan fjárhagslega skaða. Fyrir fáeinum vikum var hárgreiðslufólki, nuddurum og mörgum öðrum bætt fjárhagslegt tjón af sóttvarnarákvörðunum ríkisstjórnar. Fordæmið liggur því fyrir og krafa hlýtur að vera að jafnræðis sé gætt. Sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til komandi alþingiskosninga hef ég því þegar óskað eftir fundi með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, verðandi oddivta okkar Sjálfstæðismanna, til að ræða þessi atriði og fylgja þessari kröfu eftir.
Við Eyjamenn þekkjum að gæfan er ekki sjálfgefin. Við vitum að við þurfum að ganga í takt og standa saman í allri baráttu sem skila á árangri. Okkar barátta nú þarf að vera að tryggja að jafnræðis sé gætt. Það tjón, sem samfélagið sem hér varð fyrir í kjölfar skiljanlegrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar, sem kosta okkur þjóðhátíðina, þarf að bæta. Sjálf sjáum við um menningararfinn, ríkið ber ábyrgð á hinum fjárhagslega skaða.
Höfundur er Eyjamaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst