Þrátt fyrir að ekki verði haldin Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina mun ÍBV halda úti skransölunni vinsælu í sjoppunum undir sviðinu. Allur ágóði sölunnar rennur til barna- og unglingastarfs ÍBV.
Skransjoppan var opin í gær frá 16.00-18.00 og verður það aftur í dag, fimmtudag, á sama tíma. Opið verður einnig föstudaginn 30. júlí frá 13.00-15.00.
Fullt er til af allskonar skemmtilegu skrani svo sem lituð og glimmer hársprey, leikfangabyssur, blómakransar og hárspangir með ljósi, allskonar hattar og grímur og margt margt fleira. Eitthvað sem ætti að gleðja yngstu kynslóðina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst