Óvissa í þjóðhátíðarveðrinu

Samkvæmt báðum helstu langtímaspám sem veðurfræðingar hér á landi miða við getur veðrið um verslunarmannahelgina farið á tvo mjög mismunandi vegu. Önnur spáin reiknar með lægð um allt land, norðvestan strekkingi og snjókomu til fjalla Norðurlands en hin spáin spáir engri lægð hér á landi á laugardagsmorgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bendir á þetta á veðurvefnum Bliku […]
Öflugt lið lögreglu á þjóðhátíð

„Í það heila verða hátt í fjörutíu manns að störfum hjá okkur í lögreglunni um þjóðhátíð. Fólk sem gengur vaktir, rannsóknarlögreglumenn og fíkniefnaeftirlit með þrjá hunda. Sautján koma frá okkur og um tuttugu koma hingað til starfa frá öðrum embættum. Maður gerir sér grein fyrir því, sama hvar það er að þegar mikill fjöldi kemur […]
Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés

Makrílvertíð án þjóðhátíðarhlés Makríllinn í Smugunni vonast trúlega eftir því að geta sveiflað sporði áhyggjulaust á meðan þjóðhátíð varir í Vestmannaeyjum. Svo verður ekki. Vertíðin hefur sinn gang, bæði veiðar og vinnsla. Það á að minnsti við um Vinnslustöðina. Öll uppsjávarskipin fjögur eru á sjó og vinna í landi verður í samræmi við aflann sem […]
Þjóðhátíðin ’95 sú besta

Hermann Hreiðarsson rifjar upp skemmtileg atvik af þjóðhátíð og þau uppátæki sem Vallógengið tók sér fyrir hendur. „Við slógum Dalinn og eitt árið slógum við ansi stórum stöfum, Vallógengið í brekkuna þannig að það vissu auðvitað allir hverjir við vorum, vildum við meina. Þetta sást frá tunglinu,“ segir Hermann og hlær. En hvaða þjóðhátíð skyldi […]
Öll dagskrá sunnudagskvölds í beinni

„Við erum með nýnæmi á sunnudagskvöldinu, þar sem öll dagskráin og Brekkusöngurinn verður í beinni á streymi sem fólk getur keypt af félaginu. ÍBV er framleiðandi og allar tekjur renna til félagsins,“ segir Haraldur framkvæmdastjóri. Þetta er samstarfi við Senu sem mætir með fullkominn tækjabúnað og þekkingu í að halda stóra tónleika. „Þeir sjá um […]
Forvarnarhópurinn Bleiki Fíllinn kveður (í núverandi mynd).

„Við í Forvarnarhópnum Bleiki Fíllinn höfum nú sinnt þessu sjálfboðastarfi í tíu ár. Má því telja að þetta sé lengst starfandi hópur á Íslandi sem sinnt hefur slíkri vinnu,“ segir á Facebook-síðu Bleika fílsins sem steig sín fyrstu skref á þjóðhátíð fyrir tíu árum. „Við hófum störf í afar ólíku landslagi en við sjáum nú. […]
Góð langtímaspá – 4 dagar

Búist er við fjölmenni á Þjóhátíð í ár og miðasala gengur vel samkvæmt Herði Orra Grettissyni, formanni Þjóðhátíðarnefndar. „Það er mikil tilhlökkun. Það er langt síðan síðast og allir bara mjög spenntir. Langtímaveðurspáin í dag er líka mjög góð, það gefur okkur byr undir báða vængi að þetta verði bara stórkostleg Þjóðhátíð.“ Þetta kemur fram […]
Frumflutningur á Sirkús

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur voru að senda frá sér nýtt lag í dag, Sirkús, en þær munu frumflytja lagið eftir viku í Herjólfsdal. Samhliða frumflutningnum munu dæturnar koma fram í nýjum búningum og rugluðu ljósashowi. Mynd og texti frá vefnum vísir.is Eyjakonan Þura Stína er í hljómsveitinni, en hún er í stóru viðtali í næsta blaði Eyjafrétta. […]
Breytingar á umferð vegna Þjóðhátíðar – 7 dagar

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 29. júlí nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 1. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]
Þjóðhátíðararmbönd – 8 dagar

Það geta myndast langar biðraðir við hliðið inn á hátíðarsvæðið Í Herjólfsdal og í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd eru gestir eindregið hvattir til að ná í armbönd sem fyrst. Opið verður á Básaskersbryggju fimmtudaginn 28. júlí kl. 12-22 fyrir þá sem hafa keypt miða og vilja sækja armband. Innrukkun í Herjólfsdal hefst föstudaginn 29. júlí kl. […]