Endurnýja rúmlega 50 ára gamla lagnir

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa tekið bryggjurúnt síðustu daga töluvert hefur gengið á við smábátabryggjuna þar sem komin er skurður myndarleg grjóthrúga. Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var ekki lengi að svara fyrirspurn Eyjafrétta um málið. “Það er verið að leggja nýjar fráveitulagnir frá Brattagarði yfir höfnina í land við […]

Fyrirhuguð uppbygging rafhleðslustöðva

Á fundi umhverfis og framkvæmdarsviðs fór framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fyrirhugaðrar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024. Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir upsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð eru fram drög að forgangsröðun að uppsetningu hleðslustöðva. Samstarfsverkefni er við Orku […]

Líklega þörf á frekari fornleifarannsóknum

Að beiðni Vestmannaeyjabæjar og að kröfu Minjastofnunar Íslands kannaði Fornleifafræðistofan umfang minja Stóragerðis (Gerðis) á túni á milli gatnanna Litlagerðis og Stóragerðis. Einnig voru minjarnar skráðar í gagnagrunn Fornleifafræðistofunnar. Rannsóknin fór fram dagana 12.–25. apríl síðastliðinn. Tilefni rannsóknanna var að Vestmannaeyjabær vinnur að deiliskipulagi á svæðinu og því þurfti að kanna umfang minja um Stóra […]

Stytting Hörgeyrargarðs – Skipulagslýsing

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 19. janúar 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna styttingar Hörgeyrargarðs. Skipulagsbreytingin felur í sér að stytta Hörgeyargarð um allt að 90 m. Ráðgert er að nýta efnið sem taka þarf úr garðinum við viðhald á núverandi hafnarmannvirkjum og aðra uppbyggingu á Heimaey eftir þörfum. Á þeim tíma þegar […]

Farfuglaheimili á efri hæðir Bárustígs 15

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Bárustíg 15. Guðjón Pétur Lýðsson fh. Lundapysja ehf. sækir um leyfi fyrir að breyta notkun á 2. og 3. hæð Bárustíg 15 úr skrifstofurými í farfuglaheimili (hostel). Fram kemur í niðustöðu ráðsins að umsóknin er samþykkt og að bygg­ing­ar­full­trúi muni […]

Breytt deiliskipulag – Miðbæjarskipulag, 2 áfangi, Standvegur 51 (Tölvun)

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 7. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í meginatriðum í stækkun byggingarreits, auknu byggingarmagni og viðbættri 4. hæð á Strandvegi 51. Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1490,0 m2. Grunnflötur byggingarinnar er einnig stækkaður […]

Svæðisskipting á plokkdeginum

Vestmannaeyingar eru ríkir af félagasamtökum og hópum sem láta sig samfélag sitt varða. Slíkir hópar hafa áður tekið virkan þátt í Stóra plokkdeginum með því að taka að sér ákveðin svæði sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Umhverfis- og framkvæmdasvið hefur undanfarna viku sett sig í samband við forsvarsmenn viðkomandi félagasamtaka og hópa. Eru félagsmenn […]

Stóri plokkdagurinn – Hreinsunardagur á Heimaey 2022

Sunnudaginn 24. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Nú hefur takmörkunum vegna Covid verið aflétt og því mögulegt að halda daginn hátíðlegan á ný. Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]

Vestmannaeyingar móta umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins – könnun fyrir íbúa

Dagana 13-24 apríl ætlar Vestmannaeyjabær að framkvæma skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins. Þú getur haft áhrif! Upplýsingar sem safnast í þessari könnun verða notaðar við mótun umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að taka þátt og deila skoðunum sínum og hugmyndum um hvernig Vestmannaeyjabær getur bætt áhrif sveitarfélagsins á umhverfið. Við erum öll hluti […]

Áformað að stækka miðbæinn út í hraun

Svæði sem í dag er undir hrauni verður í boði fyrir verslun, þjónustu og íbúðir ef áform bæjaryfirvalda ganga eftir samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins. Málið var tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem samþykkt var að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að skrifa minnisblað um hvernig standa skuli að því að útbúa lóðir á svæðinu. Svæðið […]