Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi

Í dag verður farið í endurnýjun á umferðarljósum á gatnamótum Heiðarvegar og Strandvegar. Ljósin sem nú eru á gatnamótunum eru orðin gömul og erfitt að fá varhluti í þau og því hafa Vegagerðin og Vestmannaeyjabær ákveðið að endurnýja ljósin og færa til nútímahorfs. Nýju ljósin eru LED ljós með fullkomnari umferðarstýringum heldur en gömlu ljósin […]
Alheims hreinsunardagurinn

Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) fer fram í dag. Dagurinn er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi. Vegna Covid-19 verður ekki stofnað til hópviðburðar eins og síðastliðin ár. Bæjarbúar […]
Hreystivöllurinn við Brimhólalaut að verða klár

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við nýjan hreystivöll við Íþróttamiðstöðina. Framkvæmdum miðar vel og munu verktakar klára verkið á næstu dögum. Völlurinn verður staðsettur í Brimhólalaut við Íþróttamiðstöðina. Völlurinn verður stallaður svo hægt verður að nýta upphækkunina í æfingar, undirlagið á vellinum er gervigras og á vellinum eru tæki sem henta öllum sem eru hærri […]
Lítið um lífrænt sorp í Herjólfi

„Það er nánast enginn lífrænn úrgangur í þessu og flutt í lokuðum gámum,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við mbl.is, um þá umræðu sem skapast hefur um ódaun í Herjólfi vegna flutninga á sorpi og fiski. Ólafur segir að frá því að sorpbrennslustöð bæjarins hafi verið lokað árið 2012 hafi […]
Framkvæmdir við hreystivöll hefjast í næstu viku

Hreystivöllur verður settur upp við íþróttamiðstöðina í sumar en áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í næstu viku. „Tækin og undirlag eru komin og búið er að hanna og teikna hvernig hann á að vera,“ sagði Linda Rós Sigurðardóttir starfsmaður á Umhverfis og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar sem hefur umsjón með verkinu. Völlurinn verður stallaður á og gerfigras […]
Malbikað í næstu viku

Þann 15.-17. júní er áætlað að malbika í Vestmannaeyjum m.a. verða Heimagata og Helgafellsbraut malbikaðar. Hvetjum við því alla til þess að fjarlægja alla bíla og halda þeim götum auðum á meðan undirbúið er undir malbik og á meðan malbikað er, svo hægt sé að vinna verkið hratt og örugglega. Við biðjum fólk að sýna […]
Dagný Hauksdóttir ráðin Skipulags- og umhverfisfulltrúi

Ákveðið hefur verið að ráða Dagnýju Hauksdóttur í stöðu Skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ. Dagný hefur lokið PhD námi í verkfræði við DTU í Danmörku. Samkvæmt auglýsingunni hefur skipulags – og umhverfisfulltrúi m.a. yfirumsjón með skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarmálum sveitarfélagsins, þjónustu við íbúa og ráðgjöf fyrir bæjarstjórn, fagráð og nefndir sem fara með þau mál. […]
2Þ átti lægsta tilboð í nýja slökkvistöð

Nú fyrir stundu voru opnuð tilboð í byggingu nýrrar slökkvistöðvar og breytingar á aðstöðu Þjónustumiðstöðvar að Heiðarvegi 14. Heildarstærð viðbyggingar er 635 m2 og endurbætur á eldra húsnæði um 280 m2. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði undir kostnaðaráætlun sem var kr. 455.831.100. 2Þ ehf. bauð kr. 407.591.617 og Steini og Olli […]
Meiri ofankoman en við höfum séð í mörg ár

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Ægisgötu og tafið umferð við götuna. Um er að ræða breytingar á yfirfallslögn. “Við erum að setja yfirfall á Kirkjuvegslögnina og vonumst með því til að létta á miðbæjarkerfinu. Ofankoman undanfarna mánuði hefur verið meiri en við höfum séð í mörg ár og verðum við að reyna að bregðast við […]