Lítið um lífrænt sorp í Herjólfi
24. ágúst, 2020

„Það er nán­ast eng­inn líf­rænn úr­gang­ur í þessu og flutt í lokuðum gám­um,“ seg­ir Ólaf­ur Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is- og fram­kvæmda­sviðs Vest­manna­eyja­bæj­ar í samtali við mbl.is, um þá umræðu sem skap­ast hef­ur um ódaun í Herjólfi vegna flutn­inga á sorpi og fiski.

Ólaf­ur seg­ir að frá því að sorp­brennslu­stöð bæj­ar­ins hafi verið lokað árið 2012 hafi sorp verið flokkað í Eyj­um. Líf­rænn úr­gang­ur verði eft­ir en end­ur­vinnslu­efni og al­mennt sorp sé flutt til fasta­lands­ins til frek­ari úr­vinnslu.

Þessu lýs­ir Ólaf­ur sem kostnaðar­sömu og frem­ur óum­hverf­i­s­vænu ferli og því hafi síðustu miss­er­in verið unnið að því að koma á fót nýrri sorporku­stöð, sem með nú­tíma­stöðlum geti brennt stærst­an hluta þess sorps sem leggst til á eyj­unni í dag og jafn­framt nýtt þann varma sem gefst til hús­hit­un­ar í bæn­um. Ferlið er nú í um­hverf­is­mati en Ólaf­ur seg­ist von­ast til þess að hægt verði að semja um verkið nú í vet­ur.

Áætlaðan bygg­ing­ar­tíma met­ur hann 18-24 mánuði. Kostnaður hlaupi á í kring­um 400 millj­ón­ir króna.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst