Setja metnað í plokkdaginn 2024

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl málið var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks […]
Þjóðhátíð dreifist inn í miðbæ

Fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja lágu umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00. Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð […]
Nýtt skipulag við Herjólf

Nýtt skipulag við ferjubryggju var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri lagði fram drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Ráðið þakkar í niðuststöðu sinni fyrir kynninguna og felur hafnarstjóra að vinna skipulagið áfram í samráði við helstu […]
Gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg.

Meðal þess sem var á dagskrá fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku voru uppfærðar reglur um götu- og torgsölu í Vestmannaeyjum. Lagðar voru fram uppfærðar reglur um götu og torgsölu í Vestmannaeyjum þar sem m.a. er gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg. Ráðið samþykkir breyttar reglur og erindinu vísað til bæjarstjórnar. Uppfærðar reglur má sjá […]
Rafhleðslustöðvum fjölgar

Uppsetning rafbílahleðslustöðva var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni sem leið. Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fyrirhugaðrar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024. Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir upsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð eru fram drög að […]
Rýma fyrir vörubifreiðum

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag en meðal þess sem var til umfjöllunnar var breyting á deiliskipulagi vegna niðurrifs bygginga. Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi við Skildingaveg 4 vegna fyrirhugaðs niðurrifs bygginga og endurskipulagningu svæðisins sem biðsvæðis fyrir vörubifreiðar á leið í Herjólf. Ráðið samþykti í niðustöðu sinni […]
Vilja lengja Kleifakant og hafnarkant í Gjábakkafjöru

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Á 296 fundi Framkvæmda- og hafnarráðs var samþykkt tillaga hafnarstjóra um að samhliða aðalskipulagsbreytingu vegna Hörgaeyrargarðs verði farið í aðalskipulagsbreytingu sem snýr að lengingu á Kleifakanti í austur og hafnarkant í Gjábakkafjöru. Tillagan felur í sér að […]
Allt að 100 íbúðir við Löngulág

Fyrirhuguð íbúðarbyggð á Malarvellinum við Löngulág voru til umtæðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni um er að ræða skipulagsáætlanir á svæði ÍB-5. Skipulagsfulltrúi lagði fram skipulags- og matslýsing fyir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag miðlægrar íbúðabyggðar á svæði kenndur við malarvöll og Löngulág. Meðal helstu breytingar eru: Aukinn fjöldi íbúða: […]
Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Strandvegi 51 samþykkt

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í vikunni tillögu að breyttu deiliskipulagi að Strandvegi 51 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ein athugasemd barst ráðinu þar sem meðal annars er farið fram á að lögum sé fylgt vegna breytinga á deiliskipulagi, þá m.a umfang hússins, lóðamörk og að eitt bílastæði skuli fylgja hverri íbúð. Verði þessum lögum […]
Útsýnisskífa á Heimaklett

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni lá fyrir umsókn um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Lára Skæringsdóttir fyrir hönd Rótarklúbbs Vestmannaeyja sótti um uppsetningu útsýnisskífu á Heimakletti. Skífunni er ætla að efla þekkingu á nærumhverfi og styrkja upplifun ferðmanna. Fram kemur í umsókninni að Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hafi verið að vinna að umhverfisverkefni sem snýr að […]