Vilja stækka Strandveg 51

Á 349. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja þann 28. júní s.l. var kynnt umsókn Davíðs Guðmundssonar, f.h. Eignarhaldsfélags Tölvunnar ehf, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Strandveg 51. Umrætt hús er á götuhorni Strandvegar og Herjólfsgötu og hefur lengi hýst verslun og þjónustu undir vörumerkinu Tölvun. Breyting á deiliskipulagi hússins miðar af því að heimila frekari viðbyggingar íbúða […]
Dalur flytur að Kirkjuvegi 29

Umsókn um lóð og flutning á húsi lá fyrir umhverfis og skipulagsráði í vikunni. Sigurjón Ingvarsson fyrir hönd Vigtin – Fasteignafélag sækir um lóð á Kirkjuvegi 29 þar sem til stendur að flytja húsið Dal við Kirkjuveg 35, Vestmannaeyjum, á auða lóð, nr. 29 við sömu götu. Húsið við Kirkjuveg 35 var reist árið 1906 […]
Fengu styrk fyrir lundaskoðunarpalli og merkingu gönuguleiða við Sæfell

Nýlega var tilkynnt um stykri frá Uppbyggingasjóði ferðmannastaða fyrir árið 2021. Vestmannaeyjabær fékk samþykkta styrki fyrir lundaskoðunarpalli á við lundaskoðunarhús á Stórhöfða og til gerð og merkingu gönuguleiða við Sæfell (Sæfjall). Verkefnin voru kynnt umhverfis og skipulagsráði Vestmannaeyja á fundi ráðsins í gær. Einnig var farið yfir stöðu verkefna sem fengu úthlutað styrki á síðastliðnu […]
Fengu styrk fyrir rafbílahleðslustöðvar

Umhverfis- og framkvæmdasvið fékk nýlega úthlutað styrkveitingu fyrir alls sjö mögulegum staðsetningum rafbílahleðslustöðva, við grunnskóla, hafnar, íþrótta og félagslegra starfstöðva sveitafélagsins. Frá þessu var greint á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Eftirtaldar umsóknir voru samþykktar: Hleðslustöðvar við Sundlaug 1,039 Mkr Hleðslustöðvar við Hamarsskóli 1,289 Mkr Hleðslustöðvar við Barnaskólinn við Skólaveg 715 þúsund kr. Hleðslustöðvar […]
Skrúfan verður inni í botni

Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær um er að ræða frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara. Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021. Vantar skriflegt samkomulag Eins og […]
Engir sölubásar við Vigtartorg í sumar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði á mánudag meðal þess sem var til umræðu voru stöðuleyfi við Vigtartorg. Vegna framkvæmda við Vigtartorg sumar 2021 er ekki hægt að úthluta stöðuleyfum á torginu í sumar. Skipulags-og umhverfisfulltrúi kynnir fyrir ráðinu hvaða svæðum er hægt að úthluta fyrir stöðuleyfi í tengslum við ferðarþjónustu sumarið 2021. Ráðið fól skipulags- […]
Breytt deiliskipulag austurbæjar við miðbæ samþykkt

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir frestað erindi frá fundi nr. 338, dags. 21.1.2021. Lögð var fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar við miðbæ. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 7. des. 2020 með athugasemdafresti til 18. jan. 2021. […]
Vilja reisa minnisvarða um Pelagus slysið

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs í síðustu viku lá fyrir ósk frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja um að setja upp minnisvarða um Pelagus slysið við útsýnispall á nýja hrauni. Eftirfarandi frásögn um slysið er fengin úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja árið 1982. Hörmulegt slys varð á strandstað Belgíska togarans Pelagus 21. janúar 1982 er Hannes Óskarsson foringi björgunarveitar Hjálparsveitar skáta og Kristján K. Víkingsson læknir […]
Stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs

Deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna var til umræðu á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni. Lögð var fram tillaga af deiliskipulagi. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði. […]
Skrúfan fer ekki á Vigtartorg

Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja lá fyrir erindi frá frá stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja um staðsetningu minnismerkis Þórs. Fram kemur í erindinu að Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja er ósátt við þann stað sem ákveðin hefur verið fyrir minnismerki Þórs, í skugga tveggja stórra húsa. Í niðurstöðu ráðsins segir “ekki er fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigartorg, […]