Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst
Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)
60 ára afmæli Surtseyjar 14. nóvember í Eldheimum
Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær minnast 60 ára afmæli Surtseyjar með viðburði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, munu ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið flytur Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á svið náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stutt ávarp um verndargildi Surtseyjar. […]
Kajakferð til Surtseyjar gæti haft eftirmála
Formleg kæra frá Umhverfisstofnun er nú komin á borð lögreglunnar vegna ferðar Ágústs Halldórssonar á kajak til friðlýstu eyjunnar Surtsey. Lögreglan mun byrja á því að yfirheyra Ágúst vegna ferðalagsins, að því er fram kemur í frétt á mbl.is. Surtsey sem myndaðist fyrir að verða sextíu árum síðan hefur verið friðlýst frá árinu 1965 og […]
Greining á uppruna olíumengunar með hafstraumalíkönum
Að beiðni Umhverfisstofnunar var farið í greiningu á reki olíu við suðurströndina á tímabilinu 2020-2022. Ástæðan var talsverður fjöldi olíublautra fugla sem fundist höfðu víðsvegar við strönd suðurlands og í Vestmannaeyjum á þessu tímabilinu. Notuð voru tölvulíkön frá Veðurstofunni og Copernicus-gagnaþjónustu ESB til að greina áhrif hafstrauma, vinda og sjávaralda á rek agna á yfirborði. […]
Minna á bann við losun sorps frá skipum
Umhverfisstofnun hefur gefið út tvö ný veggspjöld til þess að árétta mikilvægi þess að koma í veg fyrir losun sorps frá íslenskum skipum í sjóinn. Nýju veggspjöldin eiga að vera um borð í öllum íslenskum skipum sem eru minnst 12 metrar eða lengri eins og fram kemur í viðauka V við MARPOL-samninginn. Tvær gerðir veggspjalda […]
Olían mögulega frá skipsflaki á hafsbotni
Svartolíumengun sem skaðað hefur sjófugla við suðurströndina marar mögulega í kafi og sést því ekki á yfirborðinu. Umhverfisstofnun (UST) skoðar nú í samvinnu við Landhelgisgæsluna og með aðstoð haffræðings hjá Hafrannsóknastofnun hvort mengunin geti tengst skipsflaki á hafsbotni. Nokkurn tíma mun taka að kanna það út frá hafstraumum og öðrum nauðsynlegum gögnum ásamt upplýsingum um […]
Enn finnast olíublautir fuglar við suðurströndina
Líkt og Eyjafréttir hafa greint frá hefur mikið borið á olíblautum fuglum við og í kringum Eyjar undanfarið. Einnig hafa fundist olíublautir víðar við suðurströndina, í Reynisfjöru og Víkurfjöru en óljóst er þó hvort þessi mál tengist. Fjöldi fugla sem fundist hefur á þessum stöðum skiptir nú nokkrum tugum. „Umhverfisstofnun vinnur áfram í því að […]
Umhverfisstofnun biður veiðimenn að hlífa teistunni
Nú er svartfuglsveiðitíminn í algleymingi og ljóst að margir nýta sér að komast út á sjó þegar dúrar milli lægða. Teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan árið 2017, enda á stofninn undir högg að sækja. Orsakirnar eru m.a. taldar vera afrán minks, en teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppunetum. Við […]