Eyjafréttum dreift í dag

„Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr […]

Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi.  „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann  í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]

Að leita langt yfir skammt

Agnes Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi heimsótti Vestmannaeyjar í maí síðastliðnum og predikaði í Landakirkju. Hún segir kirkjuna ekki nógu sýnilega í íslensku þjóðlífi. Það sé jafnvel að fólk leiti langt yfir skammt að þjónustu sem kirkjan sé að veita, en fólk veit ekki af. Kirkjan sé ekki sýnileg, þó þörfin sé mikil. Ítarlegt viðtal við […]

Aska skiptir um eigendur

“Við festum kaup á Ösku Hostel núna í september og það verður góð viðbót,” sagði Svava Gunnarsdóttir, sem á og rekur Gistiheimilið Hamar, í samtali við Eyjafréttir. Aska sem stendur við Bárustíg er með 10 herbergi. “Það gerir um 30 rúm í viðbót við þau 80 sem við höfum nú þegar. Við eigum eftir að […]

Einstakt að taka upp í Eyjum – allir reiðubúnir að aðstoða

Erla Ásmundsdóttir

Eyjarnar fyrirferðamiklar í Wolka Kvikmyndin Wolka var frumsýnd á dögunum en myndin er meðal annars tekin upp hér í Eyjum. Tökur á myndinni fóru fram í ágúst í fyrra en að tökunum komu um fimmtíu manns, þar á meðal nokkrir Eyjamenn. Þar á meðal voru þær Erla Ásmundsdóttir og Guðbjörg Karlsdóttir en blaðamaður Eyjafrétta sló […]

Óli í Bæ

Ólafur Ástgeirsson

Ólafur Ástgeirsson Óli í Bæ, eða Óli í Litlabæ, eins og hann var oftast kallaður, var fæddur í Litlabæ í Vestmannaeyjum 3. ágúst 1892 og lést 8. apríl 1966. Hann var sonur þeirra Kristínar Magnúsdóttur og Ástgeirs Guðmundssonar skipasmiðs.  Eplið féll ekki langt frá eikinni því snemma varð ljóst að Óli myndi feta í fótspor […]

Líftæknivettvangur Íslands í Vestmannaeyjum

Setur

frumkvöðlastarfssemi og nýsköpun í Eyjum á forsendum svæðisins  Þriðjudaginn 21. sept. 2021  var verkefnið “Vestmannaeyjar – líftæknivettvangur Íslands“ ræst í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Verkefnið hlaut styrk til eins árs úr Lóu – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur umsjón með. Hlutverk Lóu – Nýsköpunarstyrkja er að styðja við nýsköpun á landsbyggðinni og því er styrkjunum úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins.   […]

20 ár að koma bátnum hans Óla til Eyja 

Það er ýmislegt sem Marinó Sigursteinsson pípulagningameistari hefur tekið sér fyrir hendur samfélaginu í Vestmannaeyjum til framdráttar. Nýjasta uppátæki hans á sér þónokkuð langa og áhugaverða sögu. „Það var nú bara þannig að ég rakst á þennan grip fyrir algera tilviljun. Ég var á hreindýraveiðum með Gauja á Látrum fyrir um 20 árum síðan. Við duttum inn […]

Mjög skemmtilegt og stundum svolítið erfitt

Screenshot

Eyjarnar fyrirferðamiklar í Wolka Kvikmyndin Wolka var frumsýnd á dögunum en myndin er meðal annars tekin upp hér í Eyjum. Tökur á myndinni fóru fram í ágúst í fyrra en að tökunum komu um fimmtíu manns, þar á meðal nokkrir Eyjamenn. Þar á meðal voru þær Erla Ásmundsdóttir og Guðbjörg Karlsdóttir en blaðamaður Eyjafrétta sló […]

FabLab opnar í Fiskiðjunni

Distributed Design Market Platform. Egill Sveinbjörn Egilsson, Örn Smári Gíslason, Frosti Gíslason, Gísli Matthías Sigmarsson Dagný Bjarnadóttir og Gíslína Dögg Bjarkadóttira í nýjum húsakynnum Fab-Lab í Vestmannaeyjum.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbótum á þriðju hæð Fiskiðjunnar og nýverið fluttist starfsemi Fab Lab smiðjunnar þangað í kjölfarið af því að Þekkingarsetur Vestmannaeyja tók yfir rekstur smiðjunnar eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands var lögð niður.  Við tókum Frosta Gíslason forstöðumann Fab Lab smiðjunnar í Eyjum og verkefnisstjóra Fab Lab Íslands tali.  Aðspurður sagði hann að flutningurinn hafi gengið vel […]