Hjálpið okkur að gera bæinn okkar sem best undirbúinn undir hvellinn

Kæru Eyjabúar. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að búist er við mjög slæmu veðri á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar. Þetta veður mun ekki sýna lausum hlutum neina ást og umhyggju. Við biðjum ykkur því að ganga tryggilega frá öllu lauslegu, hvort sem það eru ruslatunnur eða annað við ykkar hús og fyrirtæki. […]

Hvað táknar gul viðvörun?

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á aðfaranótt föstudags og gildir til kl. 21 á föstudagskvöld. Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Jú, við notum gula litinn einnig […]

Flugvél snjóaði inni í Eyjum

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í gær að flugvél flugfélagsins Ernis snjóaði inni á Vestmannaeyjaflugvelli. “Vélin lenti hérna í gær og þá var bara að byrja að snjóa það þyngdist það hratt að ekki var hægt að koma henni á loft aftur. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist síðan ég byrjaði hérna […]

Allt á kafi í Eyjum (myndir)

Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem […]

Kærkomin blíða (myndband)

Ævar Líndal háseti á Dala-Rafni sendi okkur þetta myndband sem hann tók á landleið í blíðunni í gær. Eins og sjá má var renni blíða hjá strákunum. Dala Rafn kom í land með 150 kör eftir fjóra daga á veiðum. En skipstjóri í túrnum var Ingi Grétarsson.   (meira…)

Veðurathuganir á Eiði kosta milli 50 og 60 milljónir

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni var til umræðu minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir. Siglingastofnun, nú Vegagerðin, hóf vatnslíkanaskoðun á hafnarmannvirkjum norðan við Eiðið árið 1990. Á árunum 2009 […]

Þrumur trufluðu nátthrafna í Vestmannaeyjum

Nátthrafnar í Vestmannaeyjum urðu varir við nokkuð háværar drunur í nótt rétt fyrir klukkan þrjú. Um var að ræða þrumur frá tveimur eldingum sem mynduðust suð-vestan við Vestmannaeyjar sú fyrri klukkan 2:49 og síðari 2:56 samkvæmt veðurstofu Íslands. Viðmælandi sem hafði samband við Eyjfréttir þótti þetta óþægileg upplifun í ljósi nýlegra frétta frá Reykjanesskaganum. Margir […]

Herjólfi snúið við á leið til Þorlákshafnar

Tilkynning var að berast frá Herjólfi en þar kemur fram að ekki sé veður til siglinga og er Herjólfur því að snúa við til Vestmannaeyja! Því fellur 20:45 ferðin niður sem áætluð var frá Þorlákshöfn í kvöld. Ákvörðun sem þessi er tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. (meira…)

Viðgerðir við FES

Fiskimjöls verksmiðja Ísfélagsins, FES varð fyrir talsverðu tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 10. Desember síðastliðinn. Þá rofnaði klæðning á norðurgafli hjúsins og hráefnistankur beyglaðist undan vindinum. Viðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga við heyrðum í Páli Scheving og spurðum hann út í málið. „Við erum að setja gjarðir á tankinn, samkvæmt sérfróðum það á að duga gagnvart burðarþoli.“ Páll sagði […]

Meiri ofankoman en við höfum séð í mörg ár

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Ægisgötu og tafið umferð við götuna. Um er að ræða breytingar á yfirfallslögn. “Við erum að setja yfirfall á Kirkjuvegslögnina og vonumst með því til að létta á miðbæjarkerfinu. Ofankoman undanfarna mánuði hefur verið meiri en við höfum séð í mörg ár og verðum við að reyna að bregðast við […]