Viðvaranir um allt land

Appel­sínu­gul veður­við­vörun verður í gildi í dag á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Vest­fjörðum, Aust­fjörðum, Suð­austur­landi og Mið­há­lendinu. Gul veður­við­vörun verður í gildi á Ströndum, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Austur­landi að Glettingi. Meðal vindhraði fór í 30 m/s á Stórhöfða klukkan sjö í morgunn og 42 m/s í hviðum. Herjólfur fór fyrri ferð sína í morgunn […]

Þurrt um Þjóðhátíð

Tvær vikur eru nú í Þjóðhátíð, en föstudaginn 30. júlí n.k. mun fólk safnast saman á setningunni í Herjólfsdal. Eyjafréttir skoðuðu langtíma veðurspá AccuwWather og tóku stöðuna á verslunarmannahelginni. Í aðdraganda hátíðarinnar spáir rigningu bæði þriðjudag og miðvikudag eða um 1.4-2.1 mm. Þurrt verður fimmtudag og föstudag en skýjað. Hiti frá 13-14°C en dettur niður […]

Austan stormur í kortunum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir frá kl. 16 á morgun, laugardag. Búist er við austan 20-28 m/s með mjög snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast austantil á svæðinu. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu og skafrenningi með lélegu skyggni og hættulegum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður. (meira…)

Víða þungfært í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum varar við því í morgunsárið að víða í bænum getur verið þungfært vegna snjókomu og stundum sé mjög blint vegna skafrennings, lögreglan biður fólk að fara varlega en mokstur sé hafinn. (meira…)

Hvessir með deginum

Veðurstofa Íslands spáir vaxandi suðaustanátt í dag, þykknar upp hlýnar, 13-20 m/s SV-til í kvöld, hvassast syðst. Dálítil rigning eða slydda við SV-ströndina og hiti 1 til 6 stig þar, annars hægara, bjartviðri og frost 0 til 5 stig. Suðaustan 10-18 á morgun. Víða rigning eða slydda en þurrt að kalla NA-til. Hiti 0 til […]

Settu upp vindpoka í Herjólfsdal

Nýlega var settur upp vindpoki í Herjólfsdal, svæðið nýtur mikilla vinsælda hjá göngu og útivistarfólki. Það er Arnar Richardsson sem á frumkvæði af þessu skemmtilega framtaki. Arnar rekur hér fyrir okkur forsögu málsins. “Það var dag einn í nóvember veðurblíðunni sem ég var að hjóla inn í Herjólfsdal og hitti þar fyrir hjónin Sigurfinn Sigurfinnsson […]

Björgunarfélagið farið í tíu verkefni

Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist 10 útköll í morgunsárið. Arnór Arnórsson formaður björgunarfélagsins segir að í flestum tilfellum hafi verið um minniháttar tjón að ræða. “Þetta hafa verið þakkassar og annað minniháttar. Tveir bátar hafa losnað frá bryggju og höfum við þurft að bregðast við því. Ég vill beina því til fólks að halda sig heima […]

Álagið með því mesta sem við höfum séð

Næstu daga stefn­ir í eitt mesta kuldakast víðs vegar um landið síðan árið 2013. Út­lit fyr­ir að hita­veit­an á höfuðborg­ar­svæðinu fari að þol­mörk­um á föstu­dag og fram yfir helgi. Um 90% af hita­veitu­vatni er notað til hús­hit­un­ar og því skipt­ir afar miklu máli að fólk sé meðvitað um hvernig nýta á það sem best, seg­ir […]

Ekkert útlit fyrir siglingar í dag

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki er fært til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar þennan morguninn og því falla eftirfarandi ferðir niður. Frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30 og 12:00 og í kjölfarið frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 08:15, 10:45 og 13:15. Veðurspá sýnir versnandi veður og rísandi öldu með deginum því útlit að ófært […]

Engar ferðir seinnipatinn

Vegna bæði ofsaveðurs- og sjólags hefur verið ákveðið að fella niður ferðir seinni partinn í dag þar sem bæði er ófært til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni bæði farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni þeirri ákvörun skilning. Segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar […]