Tvær vikur eru nú í Þjóðhátíð, en föstudaginn 30. júlí n.k. mun fólk safnast saman á setningunni í Herjólfsdal. Eyjafréttir skoðuðu langtíma veðurspá AccuwWather og tóku stöðuna á verslunarmannahelginni.
Í aðdraganda hátíðarinnar spáir rigningu bæði þriðjudag og miðvikudag eða um 1.4-2.1 mm.
Þurrt verður fimmtudag og föstudag en skýjað. Hiti frá 13-14°C en dettur niður í 10°C að næturlagi.
Á laugardeginum mun sólin sýna sig en hiti með svipuðu móti og hæg austanátt. Sunnudagurinn eins en skýjað.
Hangir svo þurr alveg fram yfir mánudag þar til líkur eru aftur á rigningu á þriðjudeginum.
Hústjöldin ættu því að geta komið hrein og fín úr dalnum. Fréttin er skrifuð með fyrirvara um óviðráðanlegar breytingar á veðri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst