Styðja við varðveislu menningarverðmæta
Vestmannaeyjabær og Stóra sviðið hafa gert með sér samstarfssamning vegna Eyjatónleika sem hafa það m.a. að markmiði að halda utan um þau miklu menningarverðmæti sem Eyjalögin eru. Samningurinn var undirritaður 4. október sl. af Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafi Guðmundssyni fyrir hönd Stóra sviðsins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Kára Bjarnasyni, safnstjóra Safnahúss. Þetta kemur […]
Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi
Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]
Eyjaskokk og Vestmannaeyjabær í samstarf
Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að Vestmannaeyjabær og Eyjaskokk hafa gert með sér samstarfssamning vegna The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupsins og var hann undirritaður þann 30. apríl sl. af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Sigmari Þresti Óskarssyn og Magnúsi Bragasyni, fulltúum Eyjaskokks. The Puffin Run er utanvegahlaup í byrjun maí í fallegu umhverfi Vestmannaeyja og […]
Beanfee og Vestmannaeyjabær slá höndum saman
Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum […]
Bæjarstjórn samstæður þrýstihópur sem beitir sér
Látum oft heyra í okkur, höldum ráðamönnum við efnið „Það er að einhverju leyti rétt að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins hafa komið ábyrgðinni yfir á hið opinbera, ríki og sveitarfélög í nýgerðum kjarasamningum. Ég hræðist það ekki því hófleg gjaldheimta hefur verið eitt megið stefið hjá Vestmannaeyjabæ í gegnum árin. Bara að það […]
Skiptu um stóla hjá Vestmannaeyjabæ
Vestmannaeyjabær réði á dögunum þær Drífu Gunnarsdóttur í stöðu Framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Helgu Sigrúnu Í. Þórsdóttir í stöðu Deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Við tókum stöðuna á þeim, fáum að kynnast þeim og fá innsýn í þeirra verkefni í starfi. Drífa Gunnarsdóttir Drífa er fædd árið 1970 og er gift Bergsteini Jónassyni. Saman eiga […]
Rekstur Vestmannaeyjabæjar jákvæður um 564 milljónir
Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um rúmar 564 m.kr. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði […]
Vestmannaeyjabær og Hljómey í samstarf
Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið. Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi […]
Helga Sigrún nýr deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála
Vestmannaeyjabær hefur valið Helgu Sigrúnu Ísfeld Þórsdóttur í stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Alls sóttu sex umsækjendur um en einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Helga Sigrún lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræði með áherslu á yngri barna svið árið 2003, Dipl.Ed. gráðu í uppeldis og menntunarfræði með […]
Sex sóttu um stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála
Vestmannaeyjabær auglýsti nýlega stöðu stöðu deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála. Umsóknarfrestur var til 20. febrúar. Starfið felur í sér samkvæmt auglýsingu yfirumsjón, í umboði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, með framkvæmd laga um fræðslu- og uppeldismál sem og önnur verkefni sem tilheyra fræðslu- og uppeldismálum og sveitarstjórn hefur samþykkt. Alls sóttu sex einstaklingar um stöðu deildarstjóra fræðslu- […]