Frestur til að skrá sig í Vestmannaeyjahlaupið rennur út kl. 14:00

Vestmannaeyjahlaup verður haldið laugardaginn 5. september. En frestur til að skrá sig í hlaupið rennur út í dag klukkan 14:00. Skráning fer fram á hlaup.is, ekki verður tekið á móti skráningum á hlaupdag. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 4. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni. Eitt þátttökugjald 3.000 kr er […]

Sigursælir langhlauparar keppa í Eyjum

Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í […]

Vestmannaeyjahlaupið hlaup ársins 2019

Vestmannaeyjahlaupið hefur verið kosið besta götuhlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is árið 2019. Þetta er þriðja skiptið á fjórum árum sem að hlaupið hlýtur nafnbótina. Þorbergur Ingi Jónsson og Elín Edda Sigurðardóttir eru langhlauparar ársins 2019 að mati lesenda hlaup.is. (meira…)

Börkur Þórðarson fyrstur í hálfmaraþoni – myndir

Vestmannaeyjahlaupið fór fram níunda sinn í dag í miklu votviðri. Keppendur létu það þó ekki á sig fá en alls tóku 134 þátt. Þrátt fyrir að aðstæður hefðu ekki verið eins og best verður á kosið var sett brautarmet í 5 km hlaupinu. Var þar á ferðinni Kári Steinn Karlsson sem á þá brautarmetið í öllum […]

Vestmannaeyjahlaupið næsta laugardag

Vestmannaeyjahlaup verður haldið næstkomandi laugardag 7. september. Boðið verður upp á 5, 10 og 21 km. Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina. Hálfmaraþonið hefst kl. 12:30 en 5 km og 10 km kl.13:00. Sameiginleg upphitun fyrir 5 og 10 km. hefst kl. 12:35. Magnús Bragason einn af forsvarsmönnum hlaupsins segir skráiningar ganga vel miðað við fyrri ár […]

Vestmannaeyjahlaupið verður 7. sept

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 7. september og verður boðið upp á 5 km, 10 km og 21 km hlaupaleiðir. Vestmannaeyjahlaupið er þekkt fyrir mikilfenglega hlaupaleið og skemmtilegt andrúmsloft og var Vestmannaeyjahlaupið kosið götuhlaup ársins 2016 og 2017 af lesendum hlaup.is. Tímasetningar 5 km og 10 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 13 en hálfmaraþonið hefst kl. 12:30. […]

Vel tókst til í Vestmannaeyjahlaupinu á laugardaginn

Vestmannaeyjahlaupið fór fram á laugardaginn í ágætis veðri. Fyrst­ur í mark í 10 km hlaupinu var Vil­hjálm­ur Þór Svans­son á tímanum 37:44. Arn­ald­ur Kára­son, sem er níu mánaða gam­all, hafnaði í öðru sæti í 10 km í Vest­manna­eyja­hlaup­inu, reyndar var Arn­ald­ur í kerru sem pabbi hans, Kári Steinn Karls­son, ýtti á und­an sér en Kári […]

Hundrað hlaupa í stað þrjúhundruð

Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætis veðri. Veðrið hefur þó sett sitt mark á hlaupið. Þar sem Herjólfur sigldi í gær og í dag í Þorlákshöfn er ekki von á mörgum hlaupurum af fastalandinu. “Vestmannaeyjahlaupið fer fram í dag í ágætu veðri. Um 100 manns munu hlaupa. Það hefðu verið 300 manns ef Herjólfur […]

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á morgun laugardag

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun laugardag. Allt samkvæmt áætlun. Veðurspáin fyrir laugardaginn er ekki slæm, en Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Þannig að ekki er hægt að koma á morgun í hlaupið. Þeir sem geta komið í dag með Herjólfi kl.19:00 frá Þorlákshöfn geta breytt miðanum og fá frítt. Hafið samband með því að […]

Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,”  sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.