Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

Vilja vinnubúðir á Lifró lóðinni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í lok síðasta mánaðar þar lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum við Strandvegur 81-85 um er að ræða lóðina sem áður hýsti Lifrarsamlag Vestmannaeyja. Það er Vinnslustöðin hf. sem sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við […]

Þrettán framúrskarandi í Vestmannaeyjum

Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Framúrskarandi fyrirtæki í sem skráð eru í Vestmannaeyjum eru alls 13 í ár og hefur fjölgað um […]

Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í Haustralli Hafró

Vinnslustöðvarskipin Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 tóku bæði þátt í stofnmælingum Hafrannsóknarstofnunar á botnfiski hringinn í kringum landið núna í október, verkefni sem gjarnan er einfaldlega kallað „haustrall Hafró“. Breki lagði upp í sinn leiðangur 28. september og kom til heimahafnar 20. október, Þórunn lagði af stað 2. október og kom heim 24. október. […]

Vegur og virðing jólasíldar VSV vex

„Við lögðum verðandi jólasíld VSV í edikspækil í lok september, lítum til kerjanna nokkrum sinnum á sólarhring og hrærum í. Framleiðslan í ár er með sama sniði og í fyrra enda mæltist jólasíldin afar vel fyrir þá. Bitarnir eru minni í ár en áður, það er eina breytingin. Og svo hófumst við handa ögn fyrr […]

Vinnslustöðin bauð í Eldheima – Myndir

Hefð hefur verið fyrir því síðustu ár að Vinnslustöðin bjóði sjómönnum og mökum í Eldheima áður en haldið er á sjómannaskemmtunina í Höllinni. Stemmingin í kvöld var mjög góð og margt var um manninn. Boðið var upp á léttar veitingar og kom Jarl liðinu í gírinn með frábærum tónum. Til hamingju sjómenn og fjölskyldur. Hér […]

Vinnslustöðin frestar nýju botnfiskvinnsluhúsi

Á ársfundi Vinnslustöðvarinnar greindi stjórnarformaður félagsins frá því að stjórnin hefði ákveðið að fresta um sinn boðuðum áformum um nýtt átta þúsund fermetra botnfiskvinnsluhús. Fram kemur á vef fiskifrétta að það væri gert í varúðarskyni vegna alþjóðlegs óvissuástands í efnahagsmálum með tilheyrandi áhrifum á starfsemi fjármálastofnana erlendis og hérlendis. Á ársfundi sem haldinn var í […]

Rafknúin skip á teikniborði

Fram kemur á vef fiskifrétta að Vinnslustöðin lætur nú hanna fyrir sig ný skip til að leysa af hólmi Kap og Drangavík til veiða í landhelginni. Við frumhönnun hefur komið á daginn að nýju skipin gætu stundað netaveiðar í dagróðrum við suðurströndina og við Eyjar fyrir rafmagni að hluta. Skipin kæmu til hafnar síðdegis eða […]

Finnskur ráðherra, kokkar og fjölmiðlafólk í boði hjá VSV í Helsinki

Vinnslustöðin og nýtt dótturfélag hennar, VSV Finland Oy, kynntu á dögunum starfsemi sína, vörur og þjónustu í þremur boðum sama daginn í móttökusal sendiráðs Íslands í Helsinki. Matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason – Einsi kaldi í Vestmannaeyjum athafnaði sig í sendiráðseldhúsinu og galdraði fram rétti úr sjávarfangi fyrir allan gestaskarann, mat sem var fagur á diski og […]

Hin mörgu andlit sjávarútvegs í Eyjum

Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.