Sigurður Ingi hlaut 95,7% atkvæða

Átta voru í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fór í gær. Kosið var um fimm efstu sætin. Alls voru 3121 á kjörskrá, 1165 greiddu atkvæði sem gerir 37,5% kjörsókn. Sigurður Ingi fékk samtals 95,7% gildra atkvæða. Silja Dögg Gunnarsdóttir tilkynnti á fundinum að hún myndi ekki þiggja þriðja sætið. Sigurður Ingi […]

Prófkjör Framsóknarflokksins á morgun

Prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fer fram á morgun laugardaginn 19. júní. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst á þriðjudaginn og sagði Magnea Björnsdóttir, formaður kjörstjórnar, að þátttaka hafi farið virkilega vel af stað. Enn er hægt að kjósa utankjörfundar í dag 18. júní og er kosið á Höfn, Selfossi, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ. Kjörstaði á laugardaginn má sjá á Facebooksíðunni „Framsókn í Suðurkjördæmi“ og framsokn.is Í […]

Átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi

Alls eru átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi alþingkosningar. Kosið verður í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt og breytt um kjördæmið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer […]

Tómas Ellert Tómasson sækist eftir öðru sæti á lista Miðflokksins

Ég hef tilkynnt formanni uppstillingarnefndar Miðflokksins í Suðurkjördæmi um að ég sækist eftir öðru sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Tímasetning tilkynningar minnar er engin tilviljun. Hana ber uppi á 104 ára afmælisdegi móðurömmu minnar heitinnar sem átti sínar sterku rætur hér á Suðurlandi. Fyrir henni bar ég ætíð mikla virðingu […]

Gefur kost á sér í 1 sæti fyrir Miðflokkinn í Suðurkjördæmi

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sækist eftir 1. sæti á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ákveðið var á fundi stjórnar kjördæmafélagsins að viðhafa uppstillingu. Í tilkynningu sem Birgir sendir frá sér kemur fram að hann er einn af stofnendum Miðflokksins og hefur verið oddviti flokksins í Suðurkjördæmi frá 2017. Hann er fulltrúi flokksins í […]

Guðrún sigraði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi – Jarl endaði í 6. sæti

Loka niðurstaða liggur fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114. Í fyrsta sæti er Guðrún Hafsteinsdóttir með 2.183 atkvæði Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði […]

Matur

Heimurinn er á krossgötum. Með núverandi aðferðum við matvælaframleiðslu er gengið of nærri mörgum helstu auðlindum okkar. Nýtingin er ekki sjálfbær á heimsvísu. Því hefur verið spáð að á næstu 40 árum þurfi mannkynið að framleiða jafnmikið af mat og það hefur gert seinustu 8.000 árin. Á sama tíma er þekkt að matvælavinnsla er ábyrg […]

Tryggjum að raddir Eyjamanna heyrist á Alþingi!

Á þeim þremur árum sem ég hef verið bæjarfulltrúi hef ég upplifað hversu ótrúlega mikilvæg hagsmunabarátta okkar Vestmannaeyinga er þegar við berjumst fyrir bættum samgöngum, sjúkrahúsinu, opinberum störfum á landsbyggðinni og áfram mætti telja. Þessari baráttu er hvergi nærri lokið. Samskipti okkar við flesta þingmenn hafa verið með miklum ágætum og sýna þeir flestir sérstöðu […]

Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka

Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka.  Hún þarf að geta tekið á móti stærri skipum og þjónustað þau með upplandi og viðeigandi innrigerð.  Án stækkunar er hætt við að í nánustu framtíð verði staða hafnarinnar erfiðari en nú er.  Þau áhrif munu teygja áhrif sín yfir til okkar öflu fyrirtækja og samfélagsins alls. Vestmannaeyjahöfn er ein helsta […]

Menning

Suðurkjördæmi er svo sannarlega hérað landbúnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu og svo fjölmargra frumgreina okkar góða samfélags. Við eigum gróðursælt undirlendi, ótrúlega náttúrufegurð, gott aðgengi að fiskimiðum sem og útflutningshöfnum og millilandaflugvelli. Fleira má til nefna svo sem aðgangur að orku, vinnuafli og hreinu vatni. Engum dylst miklivægi þessara hluta er kemur að byggðamálum. Það er þó […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.