Óbreytt niðurstaða eftir endurtalningu
Fjórir flokkar óskuðu eftir því að atkvæði í Suðurkjördæmi yrðu talin aftur, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Sósíalistaflokkur og VG. Talningin fór fram í gærkvöldi. Engar vísbendingar voru uppi um villu í talningu. Aðeins sjö atkvæðum munaði á fulltrúum Vinstri grænna og Miðflokksins í kjördæminu. Vinstri græn náðu engum kjördæmakjörnum fulltrúa inn í kjördæminu. Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi […]
Eitt hundrað kosið utan kjörfundar
Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00. Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september […]
Miðflokurinn opnar kosningaskrifstofu
Í kvöld klukkan 19.00 mun Miðflokkurinn opna kosningaskrifstofu í Vestmannaeyjum í húsi Tölvunar (vesturendi). Guðni Hjörleifsson lofar léttum veitingum, góðu spjall og býður alla hjartanlega velkomna. (meira…)
Álfheiður leiðir Pírata – Smári í heiðurssætinu
Píratar í Suðurkjördæmi hafa birt framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, leiðir listann en hún sigraði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi í mars síðastliðnum. Álfheiður hefur verið varaþingmaður Pírata á yfirstandandi kjörtímabili, en Smári McCarthy núverandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, gaf ekki kost á sér í framboð og skipar hann heiðurssæti […]
Ásthildur Lóa leiðir Flokk fólksins, Georg Eiður í 2. sæti
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sæti listans. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, skipar annað sætið og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gegnt formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna frá […]
Viðmiðunardagur kjörskrár á laugardag
Laugardaginn 21. ágúst 2021 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna Alþingiskosninganna sem fram fara þann 25. september næstkomandi. Samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 21. ágúst 2021. Kosningarétt við Alþingiskosningar þann 25. September nk. eiga allir […]
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda fimmtudaginn 12. ágúst. Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði […]
Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra
Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka […]
Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur
Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]
Magnús Guðbergsson leiðir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Magnús Guðbergsson er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins (XO) í Suðurkjördæmi. Magnús er fæddur 1969 og er kvæntur Unni Íris Hlöðversdóttur. Unnur og Magnús eiga 6 börn, þau: Emilíu, Sigrúnu, Stefán, Katrínu, Jón, og Kristinn. Þau búa í Reykjanesbæ. Magnús ólst upp í Smáratúni á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum þeim Guðbergi Sigursteinssyni frá Austurkoti og Katrínu S. […]