Óbreytt niðurstaða eftir endurtalningu

Fjórir flokkar óskuðu eftir því að atkvæði í Suðurkjördæmi yrðu talin aftur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Pír­at­ar, Sós­í­al­ist­a­flokk­ur og VG. Talningin fór fram í gærkvöldi. Engar vísbendingar voru uppi um villu í talningu. Aðeins sjö atkvæðum munaði á fulltrúum Vinstri grænna og Miðflokksins í kjördæminu. Vinstri græn náðu engum kjördæmakjörnum fulltrúa inn í kjördæminu. Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi […]

Eitt hundrað kosið utan kjörfundar

Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00. Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september […]

Miðflokurinn opnar kosningaskrifstofu

Í kvöld klukkan 19.00 mun Miðflokkurinn opna kosningaskrifstofu í Vestmannaeyjum í húsi Tölvunar (vesturendi). Guðni Hjörleifsson lofar léttum veitingum, góðu spjall og býður alla hjartanlega velkomna. (meira…)

Álfheiður leiðir Pírata – Smári í heiðurssætinu

Píratar í Suðurkjördæmi hafa birt framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, leiðir listann en hún sigraði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi í mars síðastliðnum. Álfheiður hefur verið varaþingmaður Pírata á yfirstandandi kjörtímabili, en Smári McCarthy núverandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, gaf ekki kost á sér í framboð og skipar hann heiðurssæti […]

Ásthild­ur Lóa leiðir Flokk fólksins, Georg Eiður í 2. sæti

Flokk­ur fólks­ins hefur birt fram­boðslista sinn í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, skip­ar efsta sæti list­ans. Georg Eiður Arn­ars­son, hafn­ar­vörður og trillu­karl, skip­ar annað sætið og Elín Íris Fann­dal, fé­lagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á list­an­um. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hef­ur gegnt for­mennsku í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna frá […]

Viðmiðunardagur kjörskrár á laugardag

Laugardaginn 21. ágúst 2021 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna Alþingiskosninganna sem fram fara þann 25. september næstkomandi. Samkvæmt a lið 1. mgr. 23 gr. laga um kosningar til Alþingis er viðmiðunardagur kjörskrárstofns 5 vikum fyrir kjördag sem þýðir að viðmiðunardagur að þessu sinni er 21. ágúst 2021. Kosningarétt við Alþingiskosningar þann 25. September nk. eiga allir […]

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda fimmtudaginn 12. ágúst. Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði […]

Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra

Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru. Þennan málaflokk þarf að taka […]

Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]

Magnús Guðbergsson leiðir Frjálslynda lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi.

Magnús Guðbergsson er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins (XO) í Suðurkjördæmi. Magnús er fæddur 1969 og er kvæntur Unni Íris Hlöðversdóttur. Unnur og Magnús eiga 6 börn, þau: Emilíu, Sigrúnu, Stefán, Katrínu, Jón, og Kristinn. Þau búa í Reykjanesbæ. Magnús ólst upp í Smáratúni á Vatnsleysuströnd með foreldrum sínum þeim Guðbergi Sigursteinssyni frá Austurkoti og Katrínu S. […]