Í samningnum kemur skýrt fram að Nautilus skuli í einu og öllu standa straum af kostnaði við rekstur líkamsræktarsalarins. Meirihluti bæjarráðs samþykkti samninginn og fól bæjarstjóra að skrifa undir hann.
Páll Scheving (V) sagðist taka afstöðu til samningsins á bæjarstjórnarfundi þann 28. desember n.k.
Tengt þessu, þá lá fyrir bréf líkamsræktarstöðinni Hressó dagssett 18.desember sl. þar sem sótt er um frest til að skoða útboð í líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvarinnar.
Ekki var orðið við því og var vísað til þess að þegar hafi verið búið að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Nautilus. Samningurinn liggi nú fyrir og muni taka gildi þann 3. janúar nk. Hann verður lagður fyrir bæjarstjórnarfund á morgun, þann 28. desember, til samþykktar og því geti bæjarráð ekki orðið við erindinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst