Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik frá mér.
Ég hef skrifað greinar um geðheilbrigðismál í gegnum tíðina og nýlega og ef þessi þáttaröð ýtir ekki undir það að meiri peningar verða settir í þennan málaflokk þá veit ég ekki hvað gerir það. Þarna sjáum við fjölskyldu, foreldra og mann með miklar skyldur takast á við átakanlegan geðsjúkdóm. Og þannig er raunveruleikinn hjá svo mörgu fólki og fjölskyldum.
Það hafa svo margir látið lífið vegna þessa sjúkdóms sem og fleiri geðsjúkdóma eins og t.d. alkahólisma. Enginn geðsjúkdómur fer í manngreinarálit enda hef ég sjálfur verið með alþingismanni í meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi sem ýtti undir að ég skrifaði þessa grein til að ræða geðsjúkdóma. Ég einfaldlega varð að bera vitni um að við getum öll veikst yfir lífsferli okkar sama hvað við vinnum við eða erum, og eigum að gera ALLT til að hjálpa hvort öðru.
Við getum átt okkar eigið heimili, bíl, börn, verið háskólagengin og allt gengið vel í lífinu en samt veikst snögglega af geðsjúkdómi. Við erum öll með mismunandi miðtaugakerfi sem getur snúist gegn okkur þótt við séum Bjarni Ben eða Inga Sæland.
Mig langar að enda þessa stuttu og einföldu grein um að biðja þá sem verða kosnir á þing 30. Nóvember næstkomandi að bjarga mannslífum og þjáningu fjölskyldna með því að láta meiri peninga inn í geðheilbrigðisþjónustuna.Hver einasti leikari í þáttunum gaf allt sitt og það væri efni í heila grein fyrir sig.
Munið síðan að horfa á lokaþættina af,,Ráðherrann” 24. nóvember og 1. desember. Það eru forréttindi að við Íslendingar eigum svona góða leikara ekki bara til að skapa list heldur koma skilaboðum áleiðis með henni og henda skömm og fordómum í ruslið.
Takk allir listamenn á Íslandi!
Með bestu kveðju, Gísli Hvanndal Jakobsson –
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst