Bergstálið er mjög sprungið þarna og því er von á að meira hruni á næstu vikum og mánuðum og því stórhættulegt að vera þarna á ferðinni. Skriðan sjálf er einnig mjög laus í sér og óstöðug enda er brimið að grafa undan henni. Stærsta heila bergblokkin í fjörunni er varlega áætluð 780 m3 (13m*15m*4 m) eða um 2.000 tonn að þyngd ef miðað er við eðlisþyngdina 2,6 g/sm3.
Tekið af vef Náttúrustofu Suðurlands, www.nattsud.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst